Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 65
HJÓNABÖND MILLl IIYNÞÁTTA
73
leg tilviljun, •— eiginlega vís-
indaleg tilraun, — hefur skýrt
marg't í þvi efni. Kynblendingar
hafa lifað einangraðir í marga
ættliði. Furðulegt ævintýri! Ár-
ið 1789 gerðu 25 menn af 44
manna áhöfn enska skipsins
Bounty uppreisn, er þeir voru á
heimleið frá Tahítí. Þeim tókst
að ná skipinu á sitt vald, settu
i bát þá háseta, sem hlýðnuð-
ust skipstjóra, en sigldu sjálfir
burt af venjulegum siglingaleið-
um. Brátt skiptu uppreisnar-
menn sér. Sautján þeirra fóru
til Tahití, en níu óttuðust refs-
ingu, ef þeir sneru til byggðra
eyja, og settust að á Pitcairn-
eyju, 4000 kílómetrum fyrir suð-
austan Tahíti.
Með þessum níu Englending-
um voru tólf konur frá Tahítí
og sex karlmenn. Fyrstu átján
árin, sem þetta fólk dvaldist á
Pitcairn, kom ekkert skip þang-
að. Á þessum tima hurfu allir
Tahítímennirnir úr söguni og
sömuleiðis allir Englendingarnir
nema einn. Talið er, að flestir
hafi hlotið skjótan dauðdaga.
Níu konur voru lifandi ásamt
18 börnum, sem þær höfðu fætt
Englendingunum. Karlmennirnir
frá Tahítí eignuðust enga af-
komendur, enda er það hald
manna að þeim hafi fljótlega
verið komið fyrir kattarnef.
Þessir kynblendingar, hálíir
Englendingar og hálfir Pólýnes-
ar, juku brátt kyn sitt. Eftir
50 ár voru þeir orðnir tvö
hundruð og höfðu skipulagt
þarna merkilegt þjóðfélag, sem
hélzt við án nokkurra áhrifa
utan frá. Nú á dögum skipta
afkomendur landnemanna á
Pitcairn þúsundum; sumir
þeirra eiga heima á Pitcairn,
aðrir á Norfolk og sumir í Ástr-
alíu og Nýja-Sjálandi. Hópur
bandarískra sérfræðinga undir
stjórn Harry L. Shapiros hefur
rannsakað líffræðilegt ástand
þessara manna.
Heilbrigðisástand þessara
kynblendinga er með ágætum,
segir hinn frægi mannfræðingur
Shapiro. Þrátt fyrir náinn
skyldleika fólksins hefur ekki
orðið vart neinnar úrkynjunar.
Enginn hefur lamazt og aldreí
hefur orðið vart andlegrar veikl-
unar. Langlífi þessa fólks er
furðulegt. Árið 1924 voru 24 á
aldrinum 75 og 95 ára af 600
íbúum á Norfolk, en það eru
allt kynblendingar af ætt
Bounty-manna. Ef hæðin er
borin saman við skýrslur brezka
flotamálaráðuneytisins um hæð
sjómanna áður fyrr, kemur í
ljós, að kynblendingarnir eru
fimm sentímetrum hærri en
forfeður þeirra. og fæðingarhlut-