Úrval - 01.11.1961, Page 67
IiJÓNABÖND MILLI KYNÞÁTTA
75
Þrátt fyrir öll þau lög í Banda-
ríkjunum, sem banna hjónabönd
hvítra og svartra, þá eru aðeins
20 af hundraði Negra i Banda-
ríkjunum af afrískum uppruna.
Er þarna ekki um að ræða sömu
kynferðislegu forvitnina og
bandarísk ferðafélög nota sér
i auglýsingunum um dásemdir
kvenna á Tahítí og yndisleik
geishanna í Japan?
Hvernig stendur á því, að
hjónabandið, þetta innsigli ást-
arinnar, er svo fágætt, þegar i
hlut eiga elskendur af ólíkum
kynþáttum? Þegar hin Ijós-
liærða, sænska leikkona giftist
Negranum og söngvaranum
Sammy Davis, kepptust sjón-
varpsfyrirtækin um að fá að
sjónvarpa frá athöfninni. Það,
sem virtist venjulegt hjónaband
tveggja persóna með lík áhuga-
mál, persóna, sem þekktust vel
og voru vel þekktar, varð i aug-
um flestra Bandaríkjamanna
„hjónaband aldarinnar," — ekki
svo mjög ótilhlýðilegt, heldur
einfaldlega ótrúlega sérvizkulegt.
Og eins er alltaf verið að tala
um og skrifa, hve furðulegt það
sé, að Dorothy Dandridge, hin
fræga, svarta leikkona, skuli
vera hamingjusöm í hjónaband-
inu með hinum hvíta hljóm-
sveitarstjóra Denison, — að
hjónaband hins hvita Lennie
Haytons og hinnar svörtu Lenu
Horne skuli hafa heppnazt og
að dóttir fiðlusnillingsins Ye-
hudis Menuhins skuli tolla í
hjónabandinu með hinum kín-
verska píanóleikara Fou T's'ong,
— eða eitt frægasta dæmið: að
dóttir sir Staffords Cripps, sem
var fjármálaróðherra Brctlands,
skuli hafa gifzt Joseph Appiah,
sem er leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Ghana. Ef ekki væri
litið á þessi tilfelli sem eitthvað
undarlegt og óvenjulegt, þá væri
heimurinn laus við margan
vanda. ,
Hvar liggur þá hundurinn
grafinn? Hvar liggja þessi leynd-
ardómsfullu landamæri, sem ást
tveggja persóna af ólikum kyn-
flokkum rekst svo oft á? Árið
1950 gerðist það, að ungur stúd-
ent, svartur, réð sér bana í Par-
ís. — Ástarsorg? Alls ekki, —
hann var kvæntur franskri
stúlku, og hjónaband þeirra var
farsælt. — Atvinnuörðugleikar?
Þaðan af síður. Hann hafði lok-
ið síðustu prófum sínum og var
í þann veginn að fara heim til
sinnar kæru Afríku. En það var
einmitt umhugsunin um að
fara með konu sína þangað,
sem gerði hann vitstola. Hann
gat ekki liugsað sér að fara
með hvíta konu sína, sem alin
var upp í Frakklandi og stund-