Úrval - 01.11.1961, Page 69
Lœknív,
scm bjó ti( tungumál
Mannvinurinn Zamen-
hof, er þráði að eyða
úlfúð milli þjóða.
r
RIÐ 1859 bjó ungur
menntaskólakennari,
Mark Zamenhof að
nafni, með konu sinni í
borginni Bialystok í Póllandi,
er þá laut Rússakeisara. Þau
voru frumbyggjar, Gyðingar, og
ekki miklum efnum búin. Þær
sagnir gengu, að forfeður Marks
hefðu hrakizt undan Gyðinga-
ofsóknum á Spáni á 15. öld, og
þvi var ættinni engin nýlunda,
þó að hún nyti ekki sömu rétt-
inda og aðrir þegnar þjóðfé-
lagsins. En í Bialystok bjuggu
um þessar mundir menn af
margs konar þjóðerni. Gyðingar
voru fjölmennastir, þá herra-
Eftir Árna Böðvarsson.
þjóðin Rússar, Pólverjar, Þjóð-
verjar og Litháar. Hver þjóð tal-
aði sína tungu og kallaði þá
útlendinga, sem önnur mál töl-
uðu. Valdsmenn rússneska keis-
arans gerðu sitt til að viðhalda
togstreitu milli þjóðanna eftir
regiúnni gömlu: Deildu og
drottnaðu. I þessu umhverfi
fæddist Zamenhof-fjölskyldunni
fyrsti sonurinn 15. desember
1859. Drengurinn var skirður
að sið Hebrea og hlaut í skírn-
inni nafnið El’azar, en ekki var
það skráð þann veg í bækur
hinna rússnesku yfirvalda, held-
ur umritað að rússneskum hætti
í Lazar; þar er nafn Lasarusar,
Stytt úr Skírni —
77