Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 74
82
Ú R VA L
íslcnzku myndum orðin skrifari,
skrift, skriflegar og fleiri af
sögninni að skrifa. En sá er
munurinn, að á esperanto er
alltaf notað sama viðskeytið
til að tákna sams konar merk-
ingu, þannig að eftir reglum
esperanto ætti læknir að nefnast
læknari á íslenzku, smiður smíð-
ari, og svo framvegis. Sama við-
skeytið er jafnan notað til að
tákna sama merkingarf’lokk.
Á þessum 72 árum, sem liðin
eru, síðan fyrsta kennslubókin
í esperanto kom út, hefur út-
breiðsla þess verið stöðug og
sífellt náð til fleiri og fleiri
manna. Fjöldi rita hefur verið
þýddur á málið, gefin eru út
sérfræðitímarit; til dæmis hafa
Japanir gefið út mörg vísindarit
á esperanto, enn fremur koma
stöðugt út Ijóðasöfn, skáldsögur,
blöð, áróðursrit o. s. frv., því
að fleiri og fleiri átta sig á því,
að til fjölbreyttari og dreifðari
lesendahóps næst ekki betur
með öðru máli en esperanto.
Meðal þýðinga úr heimsbók-
menntunum er biblían öll, Ham-
let og fleiri rit Shakespeares,
Faust eftir Göthe, Helvíti eftir
Dante, Odysseifskviða Hómers
og frásögn Thors Heyerdals um
Kontikileiðangurinn, indverska
helgiritið Bhagavad-Gita, einnig
nokkuð úr islenzkum bókmennt-
um, t. d. Nonni og Manni (þýtt
úr þýzka frumtextanum), nokkr-
ar sögur eftir Halldór Kiljan
Laxness, Jón Trausta, Einar H.
Kvaran o. fl. öndvegishöfunda
íslenzka. Og i árslok 1959 kom
út fyrsta ljóðasafnið, sem
íslendingur hefur frumsamið á
esperanto, það er Stupoj sen
nomo eftir Baldur Ragnarsson
kennara. Nú bíður prentunar
allstór íslenzk orðabók með þýð-
ingum á esperanto eftir Baldvin
Skaftfell, en kennslubækur i
málinu hafa nokkrar komið út;
hin fyrsta 1909 eftir Þorstein
Þorsteinsson hagstofustjóra, síð-
ar m. a. eftir Þórberg Þórðarson
rithöfund og Ólaf Þ. Kristjáns-
son skólastjóra.
Vegna síaukinnar almennrar
menntunar og sívaxandi menn-
ingarviðskipta milli þjóða verð-
ur æ sterkari krafan um, að sem
allra flestir einstaklingar kunni
sem allra flest útlend mál. Slíku
er þó mjög þröngur stakkur
skorinn, og framtiðarlausnin
hlýtur að vera eitt alþjóðlegt
hjálparmál. Og hvort sem lausn-
in verður esperanto í sinni nú-
verandi mynd eða ekki, verður
sú reynsla, sem fengizt hefur af
þeriri tungu, notadrjúg fyrir al-
þjóðamál framtíðarinnar og
höfundur málsins, pólski Gyð-
ingurinn Lazarus Lúðvík Zam-
enhof, talinn einn af mestu vel-
gerðarmönum mannkynsins.