Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 76
84
ÚR VAL
og' handtökur, sem stungu mjög
í stúf við venjuleg störf Alþjóða-
lögreglunnar. Allur farangur á
járnbrautarstöðinni í Liitzern í
Sviss var vandlega rannsakaður.
Málverkasalar í Austur-Þýzka-
landi voru liandteknir, og enn
er ekki lokið handtökum vegna
þeirra upplýsinga, sem fengust
þessa febrúarnótt. Lögregla um
heim allan heldur rannsókninni
enn áfram. Skýringin á annrík-
inu umrædda nótt er fólgin í
einni setningu, er aðeins þeir,
sem nákunnugir eru, skilja: —■
Hluti af leynilistct Knrts von
Behr hafði fundizt.
Kurt von Behr, barón og liðs-
foringi, var sérlegur fulltrúi
Hitlers í Frakklandi öll stríðs-
árin. Hann hafði sérstakt verk
með höndum: — að taka eignar-
námi og varðveita fyrir for-
ingja nazistaflokksins listaverk
í Evrópu. Baróninn var hávax-
inn, fríður maður, og það varð
að gæta vel að til að sjá, að
hann var með annað auga úr
gleri. Hinn 14. júli 1944 skilaði
hann skýrslu til yfirmanna
sinna. Iian hafði náð í:
-— 10 890 málverk, vatnslita-
myndir og teikningar,
— 684 myndir á gler, emal-
eringu, bækur og handrit,
— 5 825 gripi úr postulíni,
bronsi og dýrum steinum,
•— 583 veggteppi, vefnað og
útsaum,
— 1 286 dýrmæta gripi frá
hinum fjarlægari Austurlöndum,
— 259 forngripi, höggmyndir,
vasa og skartgripi.
í byrjun ágúst 1945 kornu
herforingjar Bandamanna á
heimili von Behr, sem tók þeim
kurteislega, og bandarískir
lögreglumenn gáfu honum eina
klukkustund til þess að undir-
búa sig undir að fylgja þeim.
Kurt von Behr notaði þessa
klukkustund til þess að drekka
eina flösku af kampavíni frá
1918 með konu sinni. í kampa-
vínið hætti hann blásýru.
—- Von Behr, sagði liann,
— getur ekki tekið eitur i hverju
sem er, — og svo hné hann
dauður til jarðar.
Áður en þetta var, hafði hann
skrifað „von Behr-iista“, þar
sem var að finna lýsingu á
þeim stöðum sem hin rændu
listaverk voru geymd á. Þessi
listaverk áttu að vera tekjulind
Bormanns og annarra, sem und-
irbúa vildu hefnd eftir ófarir
Þjóðverja. Aðeins einn maður
annar en von Behr þekkti þenn-
an lista, og hann skaut sig. Þess-
ir tveir menn höfðu unnið sam-
an að mesta listaverkaþjófnaði,
sem sagan greinir frá.
Hinn 27. maí 1943 hófust svart-