Úrval - 01.11.1961, Síða 82
90
ÚR VAL
mann í sundur undir liinni lilið-
inni.
ELDSVOÐI? Ef eldur kviknar
ekki þegar í stað, geturðu yfir-
ieitt gert ráð fyrir, að ekki
kvikni i, nema einhver áhorf-
andi fari gálauslega með eld, er
hann er að kveikja sér í sígar-
ettu. Venjulega kviknar fyrst i
undir mælaborðinu. En vertu
samt rólegur, og drífðu fólk
ekki út úr bílnum. Gerðu þrennt:
Taktu rafgeyminn úr sambandi
(varastu að láta pólana snerta
málmhluti, svo að ekki komi
neistar), leitaðu eldinn uppi,
og slökktu hann með slökkvi-
tæki, mold eða teppi.
MEÐAN ÞÚ 'BÍÐUR: Ef þú
hefur lært hjálp í viðlögum, get-
ur verið, að þú finnir ýmislegt,
sem þú getur gert, meðan þú bíð-
ur eftir sjúkrabíl. En ef svo er
ekki, skaltu gera eftirfarandi:
1. Breiddu jakka eða teppi yf-
ir þá, sem slasaðir eru, til þess
að verja þá fyrir regni og
kulda.
2. Losaðu um flibba, bindi
og belti til að auðvelda andar-
drátt, en hreyfðu samt ekki
hina slösuðu.
3. Reyndu að minnka mikla
blóðrás með þvi að leggja sam-
anbrotinn klút, hreinasta stykk-
ið, sem þú getur fundið, all-
þétt á sárið.Ýttu samt aldrei á
sár á höfði, höfuðkúpan getur
verið sködduð.
4. Talaðu við slasaða fólkið.
Minnstu aldrei á, að einhver
annar hafi látizt eða sé stór-
slasaður. — Við höldum oft
bara í höndina á þeim, hefur
lögregluþjónn sagt við mig. —-
Þétt handtak veitir hugrekki.
Hvernig starfar heilinn?
Vísindamenn eru að byrja að gera sér samstæða mynd af starf-
semi heilans, hinum eðlisfræðilegu og efnafræðilegu rökum, sem
liggja til grundvallar fyrir samhæfðri starfsemi hinna tíu þús-
und milljón taugafrumna I heilanum. Mest er farið eftir til-
raunum, sem gerðar hafa verið á dýrum, niðurstöðum, sem
fengizt hafa við lækningar, svo og nýjustu framförum í eðlis-
fræði, efnafræði og stærðfræði. Stofnað hefur verið alþjóðleg
heilarannsóknarstofnun, sem hefur aðsetur í París.
— UNESCO-Courier.