Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 84
92
ÚR VAL
menn lians. Sagt er, að hann
hafi hálfri fjórðu öld fyrir Krists
burð skýrt réttilega ferðir trön-
unnar á vorin frá Egyptalandi
og til norðlægari landa og för
hennar að haustinu suður aftur.
Hann skýrði þetta flakk hennar
þannig, að hún væri að flýja
sumarhitann í hitabeltinu, sem
væri henni óþægilegur.
Margir hér á landi kannast við
hinn fræga, sænska náttúrufræð-
ing Carl von Linné. Hann var
uppi á 18. öld. Hann skrifaði
merkilega grein um farfugla og
kerfisbatt athuganir á fari.
Grein um þetta efni birti hann
árið 1775.
Svo líður langur tími, unz
til sögunnar kemur danskur
maður, sem hét H. C. C. Morten-
sen. Hann var kennari í Vé-
björgum. Hann tók fyrstur
manna að merkja fugla með
hringjum. Það var árið 1890.
Hann vann mjög lengi að merk-
ingunum án alls styrks frá sjóð-
um eða opinberum aðilum, og
enn standa Danir framarlega á
sviði rannsókna á ferðum far-
fugla.
Hvað er far? Far er ekki að-
eins hið árlega flakk varpfugla
frá norðlægum löndum til suð-
lægari slóða að haustinu og aft-
ur norður, þegar líður að sumri.
Sumir farfuglar snúa þessu við,
eins og til dæmis gráskrofan.
Hún er varpfugl í löndum, sem
liggja syðst í Atlantshafi, en
fer til vetrarheimkynna hér
norður fyrir ísland og að Græn-
landsströndum, þ. e. hún lifir
sumarið bæði í suður- og norð-
urhöfum.
Stutt og skýr skilgreining á
fari fugla er:
Árstiðabundið flakk á milli
varpstöðva og vetrarheimkynna.
Hinni „friðsælu drótt“ íslands
má skipta í talsvert marga
flokka. Fyrst er þá að telja
varpfugla, sem eru hér allt árið.
Sumir þeirra búa þó ekki í
sömu heimkynnum sumar og
vetur. Má þar til dæmis nefna
sendlinginn, sem verpur uppi i
öræfum, en hefur vetursetu í
fjörum. Þá eru þeir varpfuglar,
sem koma á vorin og fara á
haustin, svo sem steindepillinn,
maríuerlan og heiðlóan. Svo eru
vetursetufuglar. Þeir verpa norð-
ar, en koma hingað á haustin
og fara norður á bóginn á vorin.
Þar má nefna tildruna og fjöru-
spóann.
Loks eru það svo þeir fuglar,
sem eingöngu eru hér gestir.
Sumir þeirra koma hér árlega
á ferðum sínum til norðlægari
landa að vorinu og síðan aftur
á suðurleið, þegar haustar. í
þessum flokki eru til dæmis