Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 87
HOLDSVEIKUR EIŒl ÓHREINN
95
Óhreinn!“
Jafnvel þá dæmdi holdsveikin
sjúklinginn til þjóðfélagslegrar
útskúfunar og afskiptaleysis.
Sem betur fer, hefur sá dómur
verið mildaður á síðustu öldum,
en þó er aðbúnaður holdsveikra
manna enn í dag einn af svört-
ustu smánarblettum á menning-
unni.
Allar skýrslur varðandi sjúk-
dóminn eru mjög ófullkomnar
og sýna ástandið i þessum efn-
um mun betra en það í raun-
inni er. Fullyrða má, að tala
holdsveikra í heiminum nemi
nú alls tólf til fimmtán milljón-
um. Það þýðir, að einn af hverj-
um 200 íbúum jarðar sé holds-
veikur og einn holdsveikisjúkl-
ingur lcomi á móti hverjum
tveimur berklaveikum.
Útbreiddastur er sjúkdómur-
inn i Asiu, þar sem hann krefst
enn fjöldafórna i hverju einasta
landi. í Afriku nemur tala
holdsveikisjúklinga tveimur og
hálfri til þremur milljónum, og
á öllum Suðurhafseyjum er sjúk-
dómurinn landlægur að Nýja-
Sjálandi einu undanteknu. Sjúk-
dómurinn fyrirfinnst einnig í
Ameríku, — einkum i Mexíkó,
Suður Ameríku og í Vestur-
Indíum.
Frá ómunatíð hefur verið lit-
ið á sjúkdóminn sem hina
hræðilegustu bölvun, þar sem
hver sá, er hann þjáði, var
dæmdur til útskúfunar úr mann-
legu samfélagi. Holdsveikisjúkl-
ingar hafa verið liraktir úr
heimkynnum sínum og borgum
og bæjum. Ég hef séð þá lok-
aða inni með brjáluðum eða
hafða í haldi í eins konar fanga-
búðum innan gaddavírsgirðinga,
þar sem menn, vopnaðir hrið-
skotabyssum, stóðu vörð dag og
nótt. Ég hef jafnvel vitað til
þess, að þeir væru lokaðir inni
i líkhúsum. Sú venja tíðkaðist
með nokkrum kynþáttum, að
þeir, sem sýkjast af holdsveiki,
eru neyddir til að ráða sér
bana.
Af hverju stafar stafar svo
þessi grimmd og útskúfun? Hún
stafar af þvi, að allt fram á
siðustu áratugi hefur verið litið
á holdsveiki sem bráðnæman
og ólæknandi sjúkdóm. Holds-
veilii var talin „hættuleg plága“,
sem krefðist róttækra gagnráð-
stafana. Holdsveikur maður var
i rauninni „dauður“ og gat
hvorki orðið kynþætti sínum né
ættborg að nokkru liði. Þar af
kemur hin þjóðfélagslega „út-
skúfun“, sem gerði hann bölvað-
an og útlægan. Nútíma-holds-
veikifræðingar eru hins veg-
ar fullvissir, að holdsveiki sé
alls ekki bráðnæmur sjúkdómur