Úrval - 01.11.1961, Page 91
HOLDSVEIKUR EKKl ÓHREINN
99
næmri holdsveiki. Á meöan sjúk-
dómur þeirra er á því stigi,
verður að hafa sjúklingana í
strangri sóttkví. Sé ekki unnt að
koma því við á þeirra eigin
heimili, verður að setja þá i
sóttkví i sjúkrahúsi eða hæli, —
ekki endilega sérstöku holds-
veikrahæli.
Þessir sjúklingar eru á allan
hátt venjulegir sjúklingar, og
ber að koma fram við þá sem
hverja aðra, er um stundarsakir
eru haldnir næmum sjúkdómi.
Þeir verða og að hafa tryggingu
fyrir því, að þeim verði ekki
haldið í sóttkví degi lengur en
sérfróður læknir telur ástæðu
til.
Þjóðfélagið hefur þá skyldu
að ^ækja gagnvart þessum sjúkl-
ingum, að þeir njóti sömu rétt-
inda og aðrir þegnar þess.
Fyrst og fremst verður þeim
að vera tryggt, að þeir fái aftur
sinn fyrri starfa, um leið og
þeir eru komnir til fullrar
heilsu. Þar ber ríkisvaldinu að
ganga á undan með góðu eftir-
dæmi og veita þeim starfsmönn-
um sínum, sem taka sjúkdóm-
inn, nægilega langt leyfi frá
störfum, án þess að þeir þurfi
að kvíða þvi, að það hafi nei-
kvæð áhrif á embættisframa
þeirra.
Sjúklingar, sem komnir eru
yfir smitunarstigiö, en er haldið
einöngruðum gagnstætt öllu rétt-
læti. Þeim á að vera gefið frjálst
að halda, hvert sem þeir vilja,
en það þýðir þó ekki, að þeir
verði tilneyddir að yfirgefa
gegn vilja sínum þann stað,
sem þeir hafa dvalizt á. Gera
verður þeim það bæði fjárhags-
lega kleift og eftirsóknarvert að
snúa aftur til samfélags manna,
en það á ekki að þvinga þá
til þess.
Það er þeim ekki einungis
nauðsynlegt, heldur eiga þeir
og kröfu til, að þeim sé veitt
nokkur fjárhagsleg aðstoð um
viss tímabil, til dæmis tvö eða
þrjú ár, til þess að samræma sig
aftur borgaralegu þjóðfélagi. Sú
upphæð yrði, hvort eð er, varla
miklu hærri en kostnaður þjóð-
félagsins við að halda þeim á
hæli; þarna þyrfti því ekki að
vera um nein „aukaframlög"
að ræða og ekki nauðsynlegt
að gera neinar sérstakar efna-
hagsráðstafanir vegna þeirra
sjúklinga, sem yfirgefa hælin af
fúsum vilja og fýsir að lxefja
nýtt líf í nýju umhverfi.
Loks eru þeir, sem bæklazt
hafa eða htotið mikil lýti. Þeir,
sem bera óafmáanleg og sýnileg
merki sjúkdómsins, til dæmis
ör á andliti, þurfa að fá sérstök
heimili í litlum þorpum, þar