Úrval - 01.11.1961, Side 92
100
ÚR VAL
sem þeir geta búið nokkrir sam-
an, og er þá nauösynlegt að
gera allar ráðstafanir, til þess
aS þeim verði sem auðveldast
að gleyma hinu liðna. Enda þótt
þeim verði aldrei bættur skaði
sinn, eru þeir menn og með-
bræður okkar jafnt fyrir það,
og þjóðfélagið, sem hefur ekki
komið þeim til hjálpar, fyrr en
það var um seinan, er skyldugt
til að auðsýna þeim virðingu
og vinsemd og rétta þeim hjálp-
arhönd.
Þessi réttindaskrá ætti að
vera yfirlýst viðurkennd af öll-
um jDeim þjóðum, sem meta
manngildi einstaklingsins og
játa hina göfugu hugsjón frels-
isins ekki eingöngu með vörun-
um.
Þetta var og er markmið mitt,
er ég kom því á, að alþjóðlegur
dagur holdsveikra yrði haldinn
ár hvert, en til hans verður efnt
áttunda sinni árið 1961, hinn
29. janúar. Tilgangurinn ineð
honum er að vinna að þvi, að
holdsveikir menn séu meðhöndl-
aðir á sama hátt og aðrir sjúkl-
ingar, með fullum skilningi á
frelsisrétti þeirra og virðingu
fyrir þeim sem mannlegum meS-
bræðrum — og að kveðin verði
niður sú draugarödd, sem hing-
að til hefur vakið fráleitan og
á stundum glæpsamlegan ótta
með hinum heilbrigðu gagnvart
þeim, er tekið höfðu veikina.
SiðastliðiS ár var hinn al-
þjóðlegi dagur holdsveikra hald-
inn i 88 löndum. ViS skulum
forðast öll mistök. Frelsunar
hinna holdsveiku, sem haldið
hefur verið í viðjum ótta og
útskúfunar í full 2000 ár, verður
síðar minnzt í sögunni sem sig-
urs mannúðarinnar og talin
sambærileg við afnám þræla-
haldsins.
STÓR vörubíll var á leið yfir þver Bandaríkin. Bílstjórinn
nam staðar i Cumming í Georgíu og ætlaði að fá sér morgun-
verð. Sá hann þá, hvar nokkrir smáfuglar flugu undan vatns-
kassahlífinni og tóku að kroppa æti upp af götunni. Er hann
kom til baka eftir hálftíma og setti vélina í gang, flugu þeir
aftur undir vatnskassahlífina og héldu áfram ferðinni með
honum.