Úrval - 01.11.1961, Síða 94
102
ÚR VAL
ar gömlu Evrópu og hóta jafn-
vel að kæfa okkar gömlu menn-
ingu, sem of oft hefur verið
sérgóð og löt. íbúarnir í hinu
gamla Rómaveldi voru um það
bil 54 milljónir, en á sama
svæði búa nú 300 milljónir
manna.
Hjón, sem uppi voru um
Ivrists fæðingu, mundu nú eiga
130 milljón afkomendur, ef Eng-
lendingurinn Jenner hefSi fund-
ið upp bólusetningu átján öldum
fyrr. Á dögum Napóleons, um
aldamótin 1800, voru íbúar jarð-
arinnar 900 milljónir; nýfætt
barn í Evrópu gat þá búizt við
að lifa að meðaltali í 30 ár.
Pasteur og aSrir vísindamenn
hækkuðu meðalaldurinn upp í
fimmtíu ár 1913, i sextíu 1939.
Og loks kom Flemming og færði
mannkyninu furðulyfið penici-
lín, og möguleikar opnuðust
fyrir lönd, þar sem meðalaldur
var lágur, að ná sama stigi og
EvrópuþjóSirnar. Notkun skor-
dýraeitursins DDT ásamt öðrum
lyfjum hefur l)ætt að fullu
mannskaða síðustu styrjaldar,
cn þar féllu af styrjaldarvöldum
60 milljónir manna. Fólksfjöldi
tvöfaldast á þrjátíu árum og
tífaldast á 67 árum.
Fylgdarmaður minn i Nýju
Delhí sagði: Við erum 400 millj-
ónir hér á Indlandi, og samt er
meðalaldur karla aðeins 33 ár,
og konur ná að meðaltali 32 ára
aldri. Þá hníga þær út af, út-
taugaðar af barnsfæðingum og
striti.
Félagsfræðingar óttast þessa
þróun, og þeir hafa varpað fram
viðvörunarorðum: — Of margir
munnar að fæða. Það hefur mis-
tekizt að kenna fólki getnaSar-
varnir. Hungrið grefur undan
menningunni. -—
Vísidamennirnir og liugsuð-
irnir Huxley, Kingsley Davis,
de Castro, — allir liamra þeir á
sömu orðunum, sömu viðvörun-
inni, og þeir leggja ýmislegt
til málanna, sem ætti að geta
auðveldað lausn vandans.
Fyrir nokkrum árum flutti
bandarísk sjónvarpsstöð þátt,
þar sem fram komu ýmsir sér-
fræðingar og ræddu mannfjölg-
un og vandamál i því sambandi.
Þeir sýndu fram á, að á hverj-
um tveimur sekúndum fæddust
þrjú börn í heiminn, 90 á mín-
útu hverri, 5400 á klukkutíma,
129 600 á dag, 47 300 000 á ári!
Áhorfendur og hlustendur urðu
gripnir skelfingu. Rréfin
streymdu inn, og síminn þagn-
aði ekki. Fólk spurði: Hvað er
unnt að gera til aS verjast hinu
óhjákvæmilega hungri? Visinda-
mennirnir og sérfræðingarnir
gátu fáu svarað. Var unnt að