Úrval - 01.11.1961, Page 95
HVERNIG A AÐ AFLA FÆÐU . ..?
103
segja fólki, að nú þyrfti að
koma í veg fyrir frekari fram-
farir i læknavísindum, flytjast
til annarra hnatta, hefja kjarn-
orku- og bakteríustríð, auðvelda
útbreiðslu landfarsótta eða lög-
leiða getnaðarvarnir? Engum
heilvita manni dettur í hug að
fremja þessa glæpi, enda eru
þeir ekki lausn á vandanum.
Hvernig verður brugðizt við
vandamálinu? -—- Hér á eftir
fara nokkrar upplýsingar um,
hvernig vísindamenn telja, að
unnt sé að auka matvælafram-
leiðsluna í heiminum og þar
með framleiða nægan mat handa
þeim tæplega sex milljörðum
manna, sem væntanlega búa á
jörðinni um næstu aldamót. En
fyrst skulum við athuga stutt-
lega hlutverk getnaðarvarna.
Ef fundin væri upp tafla, sem
kæmi raunverulega í veg fyrir
getnað, þá væri vandinn leyst-
ur að nokkru. En slík meðul
eru ekki til, og vafasamt er,
hvort unnt er að búa slíka töflu
til. Ef fæðing'um fækkaði um
þrjátíu af hundraði, mundi fólks-
fjöigun þegar í stað minnka um
helming, og mun auðveldara
væri að auka matvælaframleiðsl-
una samhliða fólksfjölguninni.
Fjölmargir vísindamenn i öllum
löndum hafa unnið og vinna að
því að finna lyf gegn getnaði,
en árangurinn er neikvæður,
enn sem komið er. Árið 1957
var hafin sala í Bandaríkjunum
á töflum, sem áttu að vera ör-
ugg vörn gegn getnaði, en árið
eftir var sala þeirra bönnuð,
þar eð í ljós kom, að töflurnar
gáfu ekki góða raun. Margs kon-
ar meðul, sem notuð hafa verið
í þessu sama skyni, hafa haft
ýmsar hliðarverkanir, og eins
og er, litur ekki út fyrir, að úr
rætist.
Það, sem gerir ráðamönnum
erfiðast um að fitja upp á nýj-
um leiðum, er íhaldssemi allrar
alþýðu. Fólk vill ekki rcyna
eitthvað nýtt, en heldur dauða-
haldi í hið gamla og viður-
kennda. Og kaþólska kirkjan
um heim allan berst gegn getn-
aðarvörnum, enda þótt nú sé
ef til vill að verða einhver breyt-
ing þar á.
En hvernig á að brauðfæða
mannkynið? Við skulum snúa
okkur að þeirri lilið málsins.
Árið 1958 voru 14 milljón
seklcir af kaffi brenndir. í Kan-
ada og Bandaríkjunum var
milljónum tonna af kartöflum
hent sama ár, og svipuðu magni
af vínberjum var fleygt í Kali-
forniu. 15 milljón tonn af hveiti
liggja óseld í Bandaríkjunum;
enginn getur keypt.
Rússar taka þessum hlutum