Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 96
104
UR VAL
með meiri ró en flestir aðrir.
Vísindamenn þeirra gera ráð
fyrir, að ibúar jarðarinnar verði
í framtiðinni 30 milljarðar, tólf
sinnum fleiri en nú er, — þrjá-
tiu milljarðar manna, sem verða
að fá sitt daglega brauð — eða
hrísgrjón.
Rússarnir segja: Það er eng-
in hætta á hungursneyð, þótt
lífskjör batni að mun i hinum
vanþróuðu löndum. Enn eru
mikil landssvæði ónumin, mörg
tæknileg vandamál, sem verið
er að leysa.
Þessar kenningar Rússanna
vöktu mig til umhugsunar um,
hvað raunverulega er gert á
sviði landbúnaðar og hverjar
ráðstafanir þar eru gerðar til
þess að auka matvælaframleiðsl-
una. Er ég kom til Frakklands
úr för minni um Austurlönd,
gekk ég á fund forstöðumanns
landbúnaðarstofnunar Frakk-
iands, sem aðsetur hefur í Ver-
sölum. Hann sagði: — Það er
unnt að rækta einn milljarð og
átta hundruð þúsund hektara af
yfirborði jarðar. Ef hveiti væri
ræktað á öllu þessu svæði,
mundi það nægja handa 20 millj-
örðum manna, og er þá miðað
við fremur rýra uppskeru.
Og í Moskvu sagði prófessor
Gibrak á ráðstefnu forstjóra
samyrkjubúa: -— Við getum
fengið 75 kvint af hveiti af
hverjum hektara, ef við ræktum
þetta heiti, — og hann sýndi
þeim risavaxið hveitiax. Arið
1935 fengust að meðaltali 15
kvint hveitis af hverjum liektara
í Frakklandi, en nú er uppsker-
an 65 kvint af hektara.
Til eru yfir 3000 tegundir
hveitis, og nú eru Rússar farnir
að búa til nýjar tegundir i
stórum stíl með því að beina
gammageislum að fræinu. Telja
þeir sig geta fengið risahveiti
til að vaxa á hinum ófrjósöm-
ustu stöðum. Með hormónaað-
gerðum hafa Rússar látið tré
á götum Moskvu ná 30 metra
hæð.
En þetta er aðeins brot af
því, sem framtiðin á eftir að
bera i skauti sér á sviði land-
búnaðar. Það er Ijóst, að kleift
er að stórauka uppskeru af þeim
18 milljónum hektara jarðar,
sem telja verður ræktanlega, •—
en margir segja, að unnt muni
að fá til viðbótar 440 milljónir
hektara á frumskógalendum og
120 milljónir hektara í köldum
löndum til ræktunar. Og ef þetta
nægir ekki, þá verður að gripa
til þess ráðs að slétta hæðirnar,
mylja niður fjöllin, þurrka fen,
byggja lendur út í hafið — og
loks að hefja hydroponik rækt-
un.