Úrval - 01.11.1961, Page 98
106
UR VAL
svo til ótakmarkað. Kannski er
ekkert að óttast, og líklega eru
nú að opnast leiSir til þess að
auka matvælaframleiðsluna langt
fram úr björtustu vonum. ÞaS
er ekki neitt i hættu, þótt ibúar
jarðarinnar verði 30 milljarðar,
— að þvi er fæðuöflun varðar.
í sakleysi og einlægni.
Meðal annarra tilskrifa hefur ensk stofnun, sem hefur á hendi
afgreiðslu almannatrygginga fengið eftirfarandi:
ÉG fæ ekki sjúkrapeninga. Ég á sex börn. Getið þér sagt mér
hvers vegna?
SEM svar við bréfi yðar: Ég hef eignazt lítinn dreng, sem
vegur 20 merkur. E’r það nægilegt?
ÞÉR hafið breytt litlu stúlkunni minni í dreng. Skiptir það
nokkru?
ÉG á engin börn, þar sem maðurinn minn er strætisvagns-
stjóri og vinnur daga og nætur. — English Digest.
RANDOLPH CHURCHILL lávarður, faðir Winstons Churchills,
var annálaður fyrir háttvisi í framkomu. Hann greip aldrei fram
í fyrir manni, hversu leiðinlegur sem hann var og staglgjarn í tali.
Kvöld eitt var hann í klúbb sínum, og settist þá að honum
firna-leiðinlegur maður og tók að þylja yfir honum langa sögu.
Nú stóðst lávarðurinn ekki mátið og reis á fætur, baðst af-
sökunar, sneri sér að einum starfsmanna klúbbsins og sagði:
— Viljið þér ekki hlusta á hann fyrir mig, unz hann er búinn.
Ég þarf að fara.
MÉR FELLUR VEL, hvernig þeir í Kína heilsa með handa-
bandi. I því landi hinna fögru siða tekur vinur þinn i höndina
á sjálfum sér, þegar hann hittir þig.
Meiningin er auðvitað sú, að hann er að óska sjálfum sér til
hamingju með það, hve stálheppinn hann var að hitta karl á
borð við þig. — English Digest.