Úrval - 01.11.1961, Page 99
Verður barnið
þitt hávaxið?
IRVING KOWALOFF, barna-
læknir í New Yorlt, telur sig
hafa fundið aðferð til þess að
segja fyrir um væntanlegan lik-
amsþroska barna. Rannsóknir
hans byggjast á skýrslum, er
gerðar hafa verið um mörg þús-
und börn.
Ef tveggja ára drengur er 92
cm hár, mun hann verða há-
vaxinn eða 184 cm, þegar hann
verður 18 ára, segir Kowaloff
læknir. Þyngd drengsins tveggja
ára er margfökluð með 4. Ef
hann er 19 kg, verður eðlileg
þyngd hans 76 kg.
Algerlega sömu reglur gilda
um telpur, með þeirri einu und-
antekningu, að aldur þeirra er
18 mánuðir, er þessir útreikn-
ingar fara fram.
Telpa 1% árs gömul, 80 cm
há og 11 kg þung, á að verða
yndisleg ungmeyja, 160 cm há
og 44 kg þung.
Mjaðmamál bæði drengja og
telpna tvöfaldast frá tveggja ára
aldri til 18 ára aldurs.
Hæð:
Drengir: Tvöfaldið hæð þeirra
tveggja ára.
Telpur: Tvöfaldið hæð þeirra
18 mánaða.
Þyngd:
Drengir: Fjórföld þyngd
þeirra tveggja ára.
Telpur Fjórföld þyngd þeirra
18 mánaða.
Líkamsbygging: Drengir og telp-
ur:
Tvöfaldið mjaðmamál þeirra
tveggja ára gamalla.
Að sjálfsögðu eru undantekn-
ingar frá þessum reglum, en
Kowaloff læknir staðhæfir, að
skekkjan nái ekki einu prósenti
af heildartölu. Athuga verður
þó, að sjúkdómar geta tafið
— Úr Ljósmæðrablaðinu —