Úrval - 01.11.1961, Side 100
108
líkamsþroska barna, eins og t.
d. berklar, hjartasjúkdómar og
aðrir langvarandi sjúkdómar.
Sama má segja um slæma að-
búð eða næringarskort.
Aðrir barnalæknar hafa kom-
izt að niðurstöðum, er styðja
mjög kenningar Kowaloffs. Sem
dæmi má nefna, að Nancy Bayl-
ey, læknir hjá alþjóða-heilbrigð-
ismálastofnuninni, hefur komizt
að þeirri niðurstöðu, að yfir-
leitt séu 8 ára drengir búnir að
ná 72% af þeirri þyngd, er þeir
öðlist fullorðnir, og telpa á
ÚR VAL
sama aldri 93% af hæð sinni
fullorðin.
Stórt tryggingarfélag gaf út
skýrslu, er sannaði, að börn eru
bæði hærri og þyngri nú en
þau voru fyrir einum manns-
aldri. Þessi skýrsla er grund-
völluð á margra ára athugunum
á þúsundum skólabarna. Læknar
eru sammála um, að ástæðan til
þess, að nútímabörn eru hærri
og þyngri en forfeður þeirra,
sé heppileg næring og margfald-
ir möguleikar til þess að vinna
bug á fjölmörgum sjúkdómum.
Fögur minningarathöfn.
Þetta er í smáborg einni í Bandarikjunum. Þar hafa menn
um árabil minnzt fallinna landa sinna í stríðinu á fagran og
sérkennilegan hátt. — Athöfnin fer fram sama kvöldið ár eftir
ár. Nokkru fyrir það hefur verið útbýtt kertum til hvers einasta
borgara. Kl. 10 um kvöldið taka allar kirkjuklukkur skyndilega
að hringja, og meðan ómurinn fyllir enn þá dalinn, eru öll ljós
slökkt í borginni, hvert eitt og einasta, úti og inni, og öll um-
ferð nemur staðar, bæði bifreiðir og lestir. Það ríkir grafarkyrrð
og myrkur. —- E’n svo fer fólkið að tinast út úr húsunum, út á
grasfletina og gangstéttirnar, og allir kveikja á kertum. Af brún
hæstu hæðarinnar í borginni heyrist svo bæn, sem flutt er i hljóð-
magnara, svo að heyra má um borgina alla. Aldrei er bænin
flutt tvö ár af sama prestinum, enda látnir koma fram fulltrúar
mismunandi trúarflokka. Að bæninni lokinni kveða við nokkur
fallbyssuskot, og meðan bergmálið af skotdrununum er að deyja
út, berast angurværir tónar næturhornsins upp í dimman him-
ininn. — Loks er lesið Faðir vor ... Hátíðinni er lokið, kerta-
Ijósin slökkt, raflýsingin flæðir aftur um stræti og torg, um-
ferðin er leyst úr læðingi, lifið heldur áfram sinn vanagang. En
í tíu mínútur hafa borgarbúar minnzt hinna látnu handan storms
og strauma. — Reader's Digest.