Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 102
110
stefna í áttina til Norður-Amer-
íku með tveggja mílna hraða á
dag, og nær ströndinni falla
straumar á kafla til norðurs og
á öðrum kafla til suðurs.
Flöskur ber yfirleitt hægt yfir.
Einhver lengsta leiðin, sem vit-
að er, að flaska hafi flotið, er
frá Karachi i Pakistan til St.
Ives á Cornwall. Ferðin tók
hana fjögur og hálft ár. En
mesta hraðferð flösku yfir úthaf
var á 33 dögum frá Nýfundna-
landi til írlands, 80 mílur á dag.
Stundum eru flöskur á floti
um áratugi. í fyrra fannst flaska
rekin á fjöru í St. Malo í Frakk-
landi. Hún haði verið á floti i
22 ár, sett á flot í St. Aubin i
Jersey í Englandi.
Merkilegt flöskuskeyti fann
rússneskur sjómaður á Norður-
íshafseynni Vilkitski 1947. Það
hljóðaði svo: .. „fimm hestar og
150 hundar eftir. Þarf hey, fisk
og 30 sleða. Verð að snúa við
snemma í ágúst. Baldwin.“
Þetta var neyðarskeyti frá
heimskautafaranúm Evelyn
Baldwin, sem hafði sett flöskuna
í sjóinn 45 árum áður en hún
fannst. Hann hafði verið talinn
af, en bjargaðist. Hins vegar
kom ekki flöskuskeyti hans til
skila fyrr en eftir að hann var
dauður.
Árið 1956 skolaði flösku upp
ÚR VAL
á strendur Jamaica. í henni var
illlæsileg orðsending á upplituð-
um, brúnleitum miða, dagsett
í júlí 1750. — Hún greindi frá
því, að skipið Thc Brethren of
the Cost stæði í björtu báli úti
á miðju Atlantshafi. — „Engin
von er um björgun fyrir skips-
höfnina fyrir utan þá lólf, sem
komust i björgunarbátinn. Ég er
meðal hinna ógæfusömu skip-
verja, sem bíða nú dauða síns
óhjákvæmilega. Til móður minn-
ar i Londonderry: Gráttu mig
ekki. Til prestsins míns, föður
Thomas Drydens: Huggaðu hana
og yngri systur mína. Gerðu svo
vel að flytja...“ Lengra var
ekki unnt að lesa. Sendandinn
hafði áður sagzt bíða hugrór
endalokanna.
En neyðarskeyti í flöskum
hafa ekki alltaf komið of seint.
Kínverskt farþegaskip varð fyrir
árás sjóræningja, sem náðu því
á sitt vald. Þetta gerðist á
Yangtzefljóti. Ræningjarnir
hugðust komast i land með far-
þegana í laumi og krefjast mik-
illa lausnargjalda fyrir þá. En
einn skipverja fleygði flösku-
skeyti fyrir borð, og árangurinn
varð sá, að fallbyssubátur ltom
skömmu siðar á vettvang og öll
ráðagerð ræningjanna fór út um
þúfur.
Eitthvert óvenjulegasta flösku-