Úrval - 01.11.1961, Page 105
136 FÓRUST ....
113
á. 2 skiptapar á Stafnesi tiær-
ingur og sexmannafar, drukkn-
uðu 18 menn. 2 menn tók út af
áttæringi frá Býjarskerjum. Báts-
tapi í Garði, drukknuðu 2 menn,
i Leiru 2, sinn af hvoru skipi.
3 bátstapar á Vatnsleysuströnd,
drukknuðu 6 menn. 7 bátstapar
i Hraunum og á Álftanesi,
drukknuðu 14 menn. 12 skip-
t tapar á Seltjarnarnesi, 9 sex-
mannafara og 3 tveggjamanna-
fara, drukknuðu 43 menn. 6
skiptapar fyrir Jökli, drukknuðu
22 menn. Fórust alls í þessum
eina byl 136 menn. Ekki varaði
þetta veður mikið yfir eykt
(j). e. 3. kl-stundir).
Alls drukknuðu syðra á þess-
um vetri 153 menn að vitni séra
Eyjólfs, sem þessu var manna
kunnugastur, því að faðir hans,
Jón varalögmaður Eyjólfsson,
bjó þá í Nesi við Seltjörn og
séra Eyjólfur þá þritugur að
aldri og hefur haft af þessu
sannar sagnir, þótt ekki væri
hann það ár syðra.
4
Reykingar unglinga í Reykjavík.
Könnun á reykingavenjum unglinga i gagnfræða- og unglinga-
skólum í Reykjavik fór fram 10. april 1959 að tilhlutan borgar-
læknis og fræðslustjóra. Unglingarnir, sem þátt tóku í könnun
þessari, voru úr tiu unglinga- og gagnfræðaskólum á aldrinum
13—17 ára, 1296 piltar og 1435 stúlkur. Könnunin fór fram í
öllum skólum sama dag og á sama tíma. Sú aðferð var höfð, að
börnin voru sjálf látin útfylla spurningaseðla, sem kennarar eða
skólastjórar dreifðu meðal þeirra, eftir að hafa rækilega kynnt
þeim tilgang og eðli könnunarinnar. Einnig var þeim gert ljóst,
að þau þyrftu ekki að óttast, að það vitnaðist um hvern ein-
stakan, hvort hann reykti eða ekki. NIÐURSTÖÐUR: Sjaldan
reyktu 28 af hundraði 13 ára pilta, en 16.1 af hundraði 17 ára;
13,3% 13 ára stúlkna og 7,3 17 ára. Oft reyktu: 3,9% 13 ára
pilta og 12,9% 17 ára; og 0,8% 13 ára stúlkna og 2,4% 17 ár^.
Daglega reyktu: 2,7% 13 ára pilta og 25,8% 17 ára; 3,2% 13 ára
stúlkna og 9,8% 17 ára. Alls voru farin að reykja meira eða minna
37,8% piltanna og 18,3% stúlknanna.
— Haraldur Guðjónsson, úr grein í Læknablaðinu.