Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 108
116
UR VAL
hve skrælþurr hann var í háls-
inum. Hann varð að finna tjald-
búðirnar fljótlega og fá vatn að
drekka. Hann hélt af stað. Nú
var hann á réttri leið, hann var
alveg viss ...
Þurrkurinn í hálsi hans varð
verri með hverri klukkustund, en
hann dreif sig áfram, fyrst í
þessa átt og — eftir sólsetur —
i aðra. Þessa leið kemst ég áreið-
anlega að tjaldbúðunum fyrir
myrkur, hugsaði hann. En er
kuldi næturinnar gerði vart við
sig, þrammaði hann enn þá
endalaus trjágöng. Hann svipað-
ist um eftir skýli og kom auga á
stórt tré, sem hafði fallið á breiðu
brotinna greina. Hann skreið
undir það og gróf upp börk, sem
hann raðaði í kringum sig. Skjálf-
andi af kulda sofnaði hann.
SUNNUDAGUR ... MÁNU-
DAGUR ... ÞRIDJUDAGUR ...
í þrjá daga hafði Bruce verið
týndur. í Winslo'w endurtók frú
Crozier hvað eftir annað: „Hann
lifir, ég veit það.“ — En við tjald-
búðirnar varð leitarmönnum
stöðugt erfiðara að mæta augna-
ráði Roberts Croziers. Hve lengi
gæti Bruce haldið lífi — i
Bonderosa-skógi, einum mesta
skógi heims, þar sem hvorki var
fæðu né vatn að finna? Núna i
nóvember, lækkaði hitinn næst-
um niður að núllmarki að nætur-
lagi.
Síðari hluta miðvikudags fann
Indíáni dálítið, sem vakti bæði
von og ótta í hjörtum þeirra
manna, sem með honum voru.
Nálægt barmi Big Chevelon-gjár-
innar sá hann spor e-ftir drengja-
skó. Ef Bruce, máttfarinn af
hungri og þorsta, hafði komið
að brúninni ... ? Er þeir héldu
áfram leitinni næsta dag, fundu
þeir ekkert, en sporhundarnir
fundu lykt!
BRUCE VAR EKKI VISS, en
hann hélt, að það hefði verið á
þriðja degi, sem hann kom að
gjánni. Hann hafði ekki grátið
áður, en nú gat hann ekki stillt
tárin lengur. Hann uppgötvaði,
að hann var kominn langt i burtu
frá tjaldbúðunum. Og hvert gat
hann farið? Allt í einu kom
hann auga á eitthvað grænt
þarna niður frá, á botni gjárinn-
ar. Þetta hlaut að vera vatn!
Án þess að hugsa um neina
hættu fór hann fram af brún-
inni. Hann hrasaði, rann til og
meiddi sig og reif um leið föt
sín. Þegar hann kom niður, lá
við, að hjarta hans brysti af von-
brigðum, þvi að liann sá aðeins
þurra kletta. En þarna, — það
glampaði á eitthvað! Það var lít-
ill ísi lagður pollur! Með steini