Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 114
122
U R VA L
alltat — hjartans —■ og sálar-
innar mál, sem enginn liefur
uppgötvað, hvernig unnt sé a<5
kenna.
SvariS spurningum barnsins,
en notið ekki spurningarnar eins
og stökkpall eða tylliástæðu til
þess að segja því allt það, sem
þið haldið, aS það þurfi að vita
um þessi xnál. Þegar Luci,
þriggja ára, spyr, hvaðan börnin
komi, spurðu hana þá, hvaðan
hi'in haldi, aS þau komi. Ef þú
gerir þaS, er liklegra, að þér
veitist auðveldara að samræma
staðreyndirnar skilningi hennar,
og þú veizt einnig betur, hve
mikiS þú þarft aS segja henni.
3 Saurgið ekki eigið einkalíf.
Ýmsir foreldrar hafa tekið svo
bókstaflega kröfuna um, að segja
beri börnunum „allt“, að þau
hafa misboðið eigin tilfinning-
um í nafni „upplýsinga um kyn-
ferSismál“. Ein „upptendruð“
móðir var í öngum sínum af því,
að hún kunni ekki við sig nakta
fyrir framan augun á börnum
sínum. Faðir var hugsandi af
því, að fjögurra ára gömul dótt-
ir hans krafðist þess að fá að
sjá hann á salerninu. Honum
fannst liann ætti að fullnægja
forvitni hennar, en játaði, að
það væri ekki auðvelt.
Margir sálfræðingar telja, að
slíkur „óþroski“ í hegðun sé
óskynsamlegur og oft og tíðum
ef til vill hættulegur. Þetta leiði
oft til sífelldra vangaveltna um
kynferðislífið, en geti einnig
leitt til togstreitu i huga barns-
ins, sem finnur, að foreldrar
liaga sér ekki eðlilega né af
eigin hvötum. Foreldrar ættu að
hætta að láta sér finnast, að
engin leyndarmál megi vera á
milli foreldra og barna. t
4. Hugsið ekki til uppfræðslu
um kynferðismál eins og skrá
yfir víti, sem vara þarf við.
Vissulega þurfum við að vara
börn okkar við ýmsu. En kepp-
um að því að láta þessar við-
varanir vera sem fæstar. Annars
eigum við á hættu að koma tor-
tryggni inn hjá þeim gagnvart
fegurðinni og tilfinningunum
eins og forfeður okkar á Victor-
iutímanum gagnvart hinni lik-
amlegu ást. Ástalíf er ekki fyrst
og fremst gildra eða klipa, held-
ur ein dýrlegasta gleði lífsins.
Hve dýrlegt það getur orðið,
þegar við förum með barnið í
fyrsta sinn og sýnum því dýra- 1
garðinn — eða þegar þaS sér
fyrsta snjóinn falla. Gæti það
ekki orðið þessu likt, þegar við >
segjum því i fyrsta sinni frá
kraftaverkum fæðingar og ásta?
Sannleikurinn er sá, að barn
getur fengið betri fræðslu um
kynferðislífiS hjá foreldrum,