Úrval - 01.11.1961, Page 115
IIVAÐ Á EKKl AÐ SEGJA BÖRNUM
9
123
sem aldrei minnast á þau mál,
en elska hvort annað og bera
vir'ðingu fyrir rétti og tilveru
annarra, en allar skólabækur og
líffræðilegar upplýsingar geta
kennt því.
Barn lærir þetta bezt af for-
eldrum, sem elska hvort annað
og eru tillitssöm hvort við ann-
að. Barnið lærir af því, þegar
þvi er kennt að sýna þeim, sem
það ann, ást og umhyggiju,
þegar því er gefið tækifæri til
að sýna því, sem er minni mátt-
ar og umkomulaust, ástríki, þeg-
ar því er kennt að meta
og virða óskir og skoðanir ann-
arra, þegar þvi lærist, að agi og
sjálfstjórn er hluti af leit okkar
að sönnum verðmætum. Vitur,
aldraður granni minn sagði einu
sinni: „Folöld og ungviði —
læra bezt úti í grænum hagan-
um.“
Við færum skynsamlega að
ráði okkar, ef við leituðumst við
að gefa börnum okkar sem mest
af „grænum grundum lifsins",
— færra af því, sem heyrir
læknisfræði til. Við færum skyn-
samlega að ráði okkar, ef við
létum þau uppgötva undur ásta-
lífsins smám saman, — þvi að
allt hið bezta í lifinu kemur
smám saman, ■—• eins og við
vöxum i vizkunni til að skilja.
ÞAR sem jökulinn ber við loft, hæ,ttir landið að vera jarðneskt,
en jörðin fær hlutdeild í himninum. Þar búa ekki framar neinar
sorgir, og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg. Þar ríkir fegurð-
in ein, ofar hverri kröfu.
— Halldór K. Laxness í Fegurð himinsins.
NOTAÐU alla hæfileika þína. Skógurinn væri þögull, , ef þar
syngi enginn fugl nema sá, sem syngur bezt.
— Henry van Dyke.
MUNDU, að fólk dæmir þig af athöfnum þínum, en ekki því,
sem þú ætlar að gera.