Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 118
126
Ú R V A L
berggróna yfirlæti umhverfisins
og gera að engu lamandi álaga-
mátt þess. AS vísu átti ég eftir
að komast að raun um það á
hálfsmánaðar ferðalagi með dr.
Saito um þvert og endilangt
Vestur-Þýzkaland, að hann lagði
ekki ahnennt mat á ljósmynd-
unarverðleika — svo oft og
iðulega tók hann þetta mjúka
og rólega, en skjóta viðbragð,
þegar aðrir sáu ekki neitt til-
efni til þess að bregða á loft
Ijósmyndavélum sínum, að ætla
mátti að þetta væri kækur hans.
Og það má mikið vera, ef jap-
anska rikisstjórnin hefur ekki
séð honum fyrir ótakmörkuðum
ókeypis birgðum af filmum, um
leið og hún afhenti honum hið
„sérstaka“ og mjög svo merki-
lega vegabréf, sem hann hafði
upp á vasann.
Stundu síðar urðum við dr.
Saito sætisgrannar í bíl á leið-
inni upp að ævafornu virki,,
sem stóð á hábungu einnar af
hinum mörgu, grasi grónu eld-
borgum í nágrenni Giessen. Þar
uppi í virkinu er nú veitinga-
staður, og beið okkar þar kvöld-
verður í boði háskólans.
Kvöld eru myrk i Hessen, þótt
i maímánuði sé, og nú var mjög
farið að skyggja. Vegurinn upp
borgina lá í kröppum bugðum
og beygjum, sem bilstjórinn
þræddi af dirfsku og öryggi.
Mér varð litið til dr. Saitos. Hann
lét hallast aftur á bak i sætinu,
og var svo að sjá að hann svæfi,
líkaminn virtist algerlega afl-
vana og svo kyrr, að ekki varð
séð að hann drægi andann;
annarleg svipgríma vökunnar
hafði breytzt i enn annarlegri
dánargrímu, glottið stirðnað,
mógult hörundið herpzt saman,
hrukkurnar grynnkað -— jafnvel
strýið á efri vörinni virtist hafa
stöðvazt á sífelldu iði sinu fyrir
fullt og allt. Og þó var hann
vakandi, meira að segja glað-
vakandi. Einhvern veginn varð
maður þess áskynja, að hann
greindi ekki aðeins hvert lægsta
hljóð, skynjaði umhverfið eins
og á björtum degi þrátt fyrir
húmið og sæi jafnvel sínum lok-
uðu skásettu augum innst í hug-
skot manns, heldur væri hver
vöðvi hans og taug spennt til við-
bragðs, eins og rándýrs, sem
liggur i launsát fyrir bráð. Þetta
var í eina skiptið þann hálfa
mánuð, sem við áttum samleið
síðan, að mér stóð ósjálfrátt
stuggur af þessum síkáta og
fjörmikla Japana.
Um leið og beygjurnar og
brattann þraut og bíllinn stað-
næmdist á breiðu hlaði undir
virkisveggnum, var dr. Saito aft-
ur allur á iði af fjöri og. kátínu.