Úrval - 01.11.1961, Page 122
130
ÚRVAL
doktorum og æðstu embættis-
mönnum borgar einnar, beið
okkar á brautarpalli, benti dr.
Saito henni á þennan félaga
okkar, brosti og hneigði sig og
tilkynnti hátíðlega: „My teach-
er .. .“
Yfirleitt virtust því engin tak-
mörk sett, sem hann gat fundið
upp á, okkur og sjálfum sér til
gamans og skemmtunar. Það var
eins og hann sæi eitthvað skop-
legt við alla og i öllu og þyrfti
ekki annars við en reka upp
hnegghljóðið með viðeigandi
hljómbrigðum, til þess að aðrir
sæju það líka og nytu þess.
Og aldrei reyndist hann fund-
visari eða hugkvæmari en ef
svo hittist á að hópurinn var
i þreyttara lagi eða ókátari en
hann áttti vanda til. Þetta „ho-
ho-ho“ virtist gætt dularfullum
töframætti; um leið og það
heyrðist léttist brúnin á öllum,
— það þurfti jafnvel ekki nema
eitt slíkt lágvært hnegghljóð til
þess að hátíðlegustu lcvöldveizlu-
ræðulanglokur yrðu manni
skemmtilestur.
Þótt dr. Saito væri alltaf lát-
laust klæddur á ferðalagi, var
hann jafnan óaðfinnanlega prúð-
búinn í slíkum samkvæmum, og
tóku þau hamskipti hann ekki
nema nokkrar minútur. Um leið
og liann var kominn í þann
skrúða varð hann beinlínis
tígulegur, þrátt fyrir öll sin
sérkenni í vaxtarlagi og svip;
hæverskur heimsmaður, sem
hafði á sér aðalsbrag mennt-
unar og rótgróinnar menningar.
Það var þá, sem við komum
auga á, hve mjög honum svipaði
til Japanskeisara, og gátum okk-
ur þess til að þeir mundu vera
frændur. Að sjálfsögðu inntum
við hann sagna um þetta; svar-
aði hann þvi til, að japanski
keisarinn væri faðir þjóðarinn-
ar, og gæti þetta þvi staðizt,
og þegar einhver okkar gerðist
til að vefengja það faðerni, kvað
hann annað faðerni ekki öllu
öruggara í landi sólarupprásar-
innar, ho-ho-ho ... Eftir það
kölluðum við hann alltaf
„frænda Japanskeisara“ í okkar
lióp.
En þrátt fyrir hátíðarklæðin
og tignarsvipinn var alltaf jafn
grunnt á glettninni og kimninni
hjá dr. Saito og skopskyggni
hans söm. í einni af hinum
mörgu borgarstjórnarveizlum -—
raunar þeirri frjálslegustu og
skemmtilegustu, sem við sátum
í ferðinni —- brá dr. Saito hóf-
semdarvenju sinni og dreypti
nokkuð á „kirsuberjavatni“, en
það vatn er í sterkara lagi í
Svörtuskógum. Gerðist doktor-
inn öllu örari í glaðværð sinni