Úrval - 01.11.1961, Síða 123
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
131
en hann átti vanda til, og fyrir
bragðið kynntumst við honum
frá nýrri og óvæntri hlið, —
sem frábærum „skapgerðarleik-
ara“. Er skemmst frá þvi að
segja, að hann tók okkur sam-
ferðamenn sína þarna fyrir
hvern af öðrum, brá sér í hvers-
dagsham okkar og skrumskældi
hann á svo meinfyndinn, en
um leið skemmtilegan og skop-
legan hátt, að þeir hlógu hæst,
sem hann beindi geiri sínum
að hverju sinni. En þótt við
heföum hið mesta gaman af að
sjá okkur sjálfa í þessari jap-
önsku útgáfu, var ekki laust við
að okkur fyndist sem við værum
fáklæddari á eftir; það leyndi
sér ekki, að dr. Saito var skarp-
ur mannþekkjari og skyggn á
fleira en það skoplega í fari
samferðamanna sinna. Öðru
sinni gerðist það, að við vorum
gestir á kvölddansleik í veitinga-
húsi i þýzkri smáborg; sátum
nokkrir saman við borð og
virtum fyrir okkur fólkið. Þá
tók dr. Saito allt í einu upp á
því að rífa pappirsþurrkur nið-
ur í lengjur, sneri síðan upp á
lengjurnar af furðulegri fimi og
hraða og gerði úr „mannsmynd-
ir“ í hlægilegustu stellingum,
sem hann kom síðan á „hreyf-
ingu,“ með þvi að dreypa á
þær Rínarvini ■— og hló svo
dátt að, ho-ho-ho . . .
Ekki átti hlátur hans alltaf
vel við, að minnsta kosti ekki
frá vestrænu sjónarmiði, en á-
reiðanlega var honum það ekki
Ijóst, eins hæverskur og hann
var. Þegar fylgdarmaður okkar,
ungur þýzkur læknir, sagði okk-
ur frá því, að sér hefði borizt
skeyti þess efnis, að kona sín
væri veik ■— þá hló dr. Saito,
ho-ho-lio! Og þegar læknirinn
hálfþykktist við og kvað veik-
indi konu sinnar hættuleg ■—
þá hló dr. Saito hrossahlátri,
ho-ho-ho! Það var ekki fyrr en
við gátum okkur þess til, að
þannig mundu Japanar taka
dapurlegum fréttum yfirleitt, að
læknirinn ungi fyrirgaf honum
þessa ónærgætni — frá okkar
sjónarmiði.
I lok ferðarinnar kom annað
atvik fyrir, sem einnig var Ijóst
dæmi þess, hvílíkur munur get-
ur verið á umgengnisvenjum
þjóða og hugsunarháttum, sem
liggja þeim til grundvallar. Þeg-
ar leiðir skildi, hvarf dr. Saito
á brott eins og hljóður skuggi,
kvaddi ekki neinn okkar og
þakkaði engum samfylgd og
samveru, og þótti sumum okkar
það lítil hæverska. Hið sanna
var, að þannig sýndi hann okk-
ur hina mestu hæversku -— þeg-
ar Japani kveður einhvern, er