Úrval - 01.11.1961, Side 129
ÁSTIR OG GEISHUR
137
hug frásögn fransks kaupsýslu-
manns, sem áttti í miklum erfið-
leikum, fyrst er hann kom til
Japans. Hann ræddi við fjölda
kaupsýslumanna, bauð þeim út,
og þeir l>uðu honum út. Hann
ræddi við þá á skrifstofunum,
lagði fyrir þá uppköst að verzl-
unarsamningum, en fannst allt-
af, að þetta væri allt tilgangs-
laust. Allir tóku honum af frá-
bærri kurteisi, eiginlega of mik-
illi kurteisi. Þeir spurðu hann
um heilsufar hans, menn ræddu
um veðrið nú og daginn áður,
— og við og við var minnzt á
viðskipti. Alltaf voru Japanarnir
með bros á vör, en ekkert gekk,
ekkert var hægt að ákveöa. Hon-
um fannst hann hvarvetna rek-
ast á ósýnilegan múr.
— Ég var alveg að gefast upp,
sagði hann. Ég var i þann veg-
inn að snúa heimleiðis, en þá
var mér boðið að borða i ochija,
veitingahúsi, þar sem geishur
koma. Ég þá boðið af einskærri
forvitni. Kaupsýslumennirnir,
sem ég hafði áður átt í hvað
mestuin erfiðleikum með, voru
þarna, — brosandi og eins ó-
aðgengilegir og venjulega. En
allt í einu gengu tvær geishur
í salinn. Þá gerbreyttist allt í
einu vetfangi, — gestgjafar min-
ir skiptu um umræðuefni, urðu
glaðlegri, einlægari og opin-
skárri. Þeir urðu einstaklega
hrifandi félagar, fyndnir, töluðu
um líf sitt og vandamál. Og þeir
ræddu um viðskiptamál sins og
ekkert væri. Þegar ég kvaddi þá
um kvöldið, hafði ég í vasanum
alla þá samninga, sem ég hafði
gefizt upp við að vona, að yrðu
nokkru sinni að veruleika.
— Er þetta ekki öfugt við
það, sem þér sögðuð? spurði ég
hinn japanska vin minn.
— Öðru nær, svaraði hann.
Þetta er einfaldlega þjóðfélags-
legt hreinlæti. Japanar hafa gert
ástina burtræka, til þess að unnt
sé að halda uppi reglu i þjóð-
félaginu. Þeir gera sér fulla
grein fyrir hættunum, sem af
henni stafar. Bókmenntir Vestur-
landa eru fullar af sögum um
heimili í rúst, eyðilagt líf og
eyddar eignir vegna hinna ofsa-
legu ástríðna. Við viljum komast
hjá þessu. En það er ekki unnt
að útrýma konunum með öllu.
Þess vegna hefur þeim verið
gefinn einn skiki, þar sem þær
eru einráðar, hlutverk geishunn-
ar. Grikkir áttu sínar heterur,
Frakkar á 19. öld hinar frægu
heimskonur, en engin þjóð hef-
ur reynt að framkvæma á jafn-
róttækan hátt og .Tapanar að-
skilnað ástarinnar og pening-
anna. I þjóðfélagi, sem aðeins
hugsar um gróða, eru geisluirn-