Úrval - 01.11.1961, Page 135
HVAÐ DREYMIR ÞIG?
143
Okkur dreymir á hverri nóttu.
— og ekki aðeins einn draum,
heldur fjóra til sjö að meðaltali
á nóttu. Við eyðum 1% tima eða
meira — hér um bil 20% af
svefntíma okkar, — í drauma.
Þetta byrjaði árið 1959 og þá
af einskærri tilviljun, þegar pró-
fessor Nathaniel Kleitman og að-
stoðarmenn hans við Chicago há-
skóla (Sleep Laboratory) voru
að athuga svefn ungbarna. Þeir
tóku þá eftir því, að augastein-
arnir héldu áfram að hreyfast,
eftir að öll önnur líkamshreyf-
ing var stöðnuð. Til að rannsaka
þetta nánar fengu þeir nokkra
sjálfboðaíiða til að sofa á rann-
sólynarstofunni og tengdu ná-
kvæm upptökutæki við augnalok-
in, svo að unnt væri að fylgjast
með hreyfingum augnanna.
Nótt eftir nótt sýndu tækin
augnhreyfingar á öllum sjálf-
hoðaliðunum með vissum milli-
bilum, og komu þær nokkrum
sinnum, á meðan svefninn varði.
Vísindamennirnir voru undr-
andi á þessu, og til að kanna
málið frekar settu þeir á höfuð
hvers manns upptökutæki, sem
tók heilalínurit, og fundu, að
iínuritið sýndi ákveðnar línur í
hvert sinn, sem augun voru á
hreyfingu.
G-at það verið, að heiii og augu
ijóstruðu því upp, þegar manninn
var að dreyma?
Þetta var aðeins tilgáta, en
sönnunin kom, þegar sjálfboða-
liðarnir voru vaktir, þegar er
tækin sýndu hraða augnhreyf-
ingu: Þá var að dreyma.
Þegar þeir voru vaktir á öðr-
um tímum (þ. e. þegar tækin
sýndu enga augnhreyfingu),
höfðu þeir sofið draumlaust.
Þótt vísindamönnum takist
aldrei að fylgjast með svefni alls
mannkynsins, þá eru sannanirnar
mjög sterkar fyrir því, að alla
menn dreymir á hverri nóttu.
Af öllum sjálfboðaliðunum var
ekki einn einasti, sem hafði ekki
drauma, jafnvel þeir, sem sögðu
sig aldrei dreyma neitt.
Hvers vegna gleymum
við draumum?
Sannleikurinn er sá, að við
skömmumst okkar fyrir drauma
okkar og þrýstum þeim langt nið-
ur í undirvitundina.
Draumar hafa þann eiginleika,
að þeir sundrast fljótt, þ. e. að
þeir verða fljótt án merkingar.
Um drykkjumenn og þá, sem eru
undir áhrifum deyfilyfja, er það
staðreynd, að þeir eiga erfitt með
að muna, en draumar eru mjög
líkt ástand, lægsta tegund sálar-
lífsins, sem notar heilavélina