Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 140
148
UR VAL
óvinur, en konur séu aftur á
móti aldrei öruggar!
Líkir draumar.
Margir eru þeir, sem dreymir
sama drauminn upp aftur og aft-
ur, og segja sálfræðingar, aS or-
sökin sé sú, að sterkar óskir og
langanir í barnæsku hverfi
aldrei, á meðan þeim er haldið
niðri. Þessar óskir halda áfram
að hrjótast um í undirvitundinni
og valda sama draumnum hvað
eftir annað.
Dr. Louis Robbins, sem starfar
við Menningar-stofnunina, held-
ur því fram, að hver einasti
maður hafi tilhneigingu til að
fela sömu tegund tilfinninga sem
voru sterkastar í barnæsku, t. d.
eigingirni. Þess vegna komi það
svo oft fyrir, að draumar ólikra
manngerða hafi atriði, sem séu
lík eða alveg eins.
„Vegna þess að svo margir
draumar eru Iíkir,“ segir dr.
Robbins, „vilja margir trúa því,
að draumar eða fyrirbrigði úr
draumum hafi ákveðnar merlt-
ingar, og hinar svokölluðu
„draumaráðningabækur" halda
því fram, að þær geti aðstoðað
hvern, sem er, til að þýða
drauma."
Sannleikurinn er sá, að svart-
ur köttur eða hraðlest getur liaft
mjög ólíkar merkingar. Það þarf
sérfræðing til að túlka drauma,
og slik túlkun verður að styðjast
við þekkingu sérfræðingsins
(sálfræðings) á lífi og reynslu
dreymandans.“
Hverja dreymir mest?
Venjulega dreymir ungt fólk
meira en eldra, konur meira en
karla, — þá, sem hafa háa
greindarvísitölu, meira en þá,
sem hafa lága.
Þetta eru niðurstöður rann-
sókna eins og þeirra, er dr.
Calvin S. Hall hefur framkvæmt,
en hann talaði við nægilegan
fjölda til að geta safnað saman
yfir 10.000 draumum á spjaldskrá
sína.
Geta draumar sagt fyrir um
framtíðina?
Biblían er auðvitað full af
spásagnardraumum, og skal þar
frægastan telja draum Jósefs, er
hann dreymdi um sjö mögur ár
og sjö feit. — Sagt er, að eigin-
konu Júlíusar Caesars hafi
dreymt fyrir morði hans, löngu
áður en það var framið.
Abraham Lincoln, —- að því er
Ward Lemon, vinur hans og ævi-
söguritari segir, — dreymdi ekki
aðeins fyrir, að hann ætti að
falla fyrir byssukúlu launmorð-
ingja, heldur hverjum einasta