Úrval - 01.11.1961, Síða 145
IfVAtt GERÐIST ÁÐUR EN SÖGUR HÓFUST?
153
stuðla að því, að kennslugrein
þeirra verði lífrænni og viðfeðm-
ari en áður.
Tökum aðeins eitt dæmi um
það, sem kalla má nýtt landnám
á sviði landafræðináms, -— þekk-
ingu á frumtímabili mannkyns-
ins. Nii er það mun auðveldara
en nokkru sinni fyrr að kynn-
ast lifi þeirra kynþátta, sem lifðu
á hinu þokugráa tímabili, löngu
áður en nokkrar sögur hófust.
Ekki er ýkjalangt síðan þeir
voru okkur ógreinilegar skugga-
verur, sem reikuðu um svið þjóð-
sagna og ágizkana. Nú vitum við
aftur á móti svo margt og mikið
um lifnaðarháttu þeirra, um-
hverfi og tilflutninga, að við get-
um gert okkur nokkurn veginn
skýra og nákvæma mynd af þeim.
Sagnfræðingar og landfræðing-
ar hafa nú yfir að ráða marg-
háttaðri rannsóknartækni, sem
gerir þeim kleift að finna þess-
ari fræðigrein traustan grundvöll
sannaðra staðreynda. Rannsókn-
ir þeirra ná jöfnum höndum til
veðurfarsahla og líffræðilegrar
þróunar dýranna og mannsins
ekki síður en hinnar menningar-
legu þróunar.
Stratígrafiu, eða rannsókn á
fræjum og öðrum gróðurleifum
svo og dýraleifum, sem í jarðlög-
um finnast, er mjög beitt til að
endurskapa mynd hins löngu
liðna. Langt er síðan farið var
að nota árhringi í trjám til tíma-
og aldursákvörðunar (dendró-
lógíu kalla sérfræðingar þá
fræðigrein), en grundvöllurinn
að þeirri aðferð var lagður með
rannsóknum á hinum aldagömlu
risafurum í Kaliforniu. Önnur
aðferð til tímaákvörðunar er sú
að miða við hið hæga undanhald
skriðjökulsins vegna þiðnunar
jökulhettunnar miklu, sem lá yfir
allri Skandínavíu. En þessar
tímaákvörðunaraðferðir gátu þó
aldrei orðið nógu nákvæmar.
Fyrir tólf árum eða því sem
næst kom fram önnur aðferð
mun nákvæmari, — mæling á
geilslavirkni sérstakra efna, sem
geymdust í jarðveginum. Þessi
aðferö styðst við eiginleika „kol-
efnis 14“, — kolefnis-ísótópa,
sem þróast í öllu lífrænu efni,
þegar það verður fyrir áhrifum
geimgeislunarinnar, en dofna
smám saman eftir „dauða“ efn-
isins.
Til þess að aðferð þessari verði
beitt, þarf aðeins að finna leifar,
þar sem varðveitzt hefur nokk-
urt magn af kolefni, — viðarkol
úr eldstæði eða brunnin bein, —
og stig það, sem dofnun geisla-
virkninnar hefur náð, segir ná-
kvæmlega til um aldur leifanna.
Þessi aðferð hefur gert það kleift