Úrval - 01.11.1961, Page 148
156
ÚR VAL
Tímabilið 3.000 f.Kr. til 2.000
f.Kr. kallast síðari steinöld. Þá
varð furðumikil mannfjölgun,
ekki aðeins á Frakklandi, heldur
og hvarvetna á hnettinum, þar
sem menn höfðu se-tzt að. Á því
landssvæði, sem Gallar byggðu
síðar, fjöigaði íbúunum þennan
aldatug úr 250 þúsundum í fimm
milljónir.
Þessi tvítugföldun gat aðeins
orðið fyrir breytt viðhorf manns-
ins til náttúrunnar, •— fyrir það,
að hann sneri baki við sníkju-
lifnaði sínum og hóf að hagnýta
sér auðæfi jarðar á skipulagðan
hátt. Nougier prófessor telur, að
í þann tíð liafi fjöldi fólks á
jörðinni numið um 200 milljón-
um. Svo gifurleg mannfjölgun
endurtók sig ekki næstu fimm
þúsund árin -— eða ekki fyrr en
við upphaf iðnbyitingarinnar.
í rauninni hófst landafræðin,
þegar maðurinn spurði i fyrsta
skipti: Hvar? Hvert rennur þetta
fljót? Hvar er hellirinn mikli?
Hvar er hásléttan, þar sem hre-in-
dýrin hafast við? Þessi þörf fyrir
staðsetningu varð upphafið að
þróun landafræðinnar.
Að sjálfsögðu takmarkaðist
landfræðileg þekking frum-
mannsins við nokkrar ófullkomn-
ar staðarákvarðanir og svæði,
sem aðeins var nokkrar fermil-
ur að flatarmáli. Kynþættir
manna lifðu enn flökkulífi og
furðusagnirnar allsráðandi, en
enginn kunni skil á þeim óþekktu
landssvæðum, þar sem afkom-
endur þeirra ættu fyrir höndum
að nema staðar.
Fyrstu merkin um landfræði-
legan áhuga, sem enn hafa fund-
izt, eru klettaristur nokkrar, —
petróglýfur —•, sem uppgötvaðar
liafa verið bæði. á Bretlandi og
í Skandinavíu. Af þeim má ráða,
að jafnvel þegar á bronsöld hafi
verið vöknuð með mönnum löng-
un til að kynnast nokkuð lands-
svæði því, er þeir byggðu. Hvorki
Súmerar né Hittitar, sem komu
þó síðar til sögu, hafa látið eftir
sig nokkur merki um landfræði-
legan áhuga. Við vitum þó, að
faraóarnir á mið-konungatima-
bilinu létu gera lýsingu af öllum
þeim löndum og landshlutum,
sem þeir réðu yfir.
Það leiðir af sjálfu sér, að
löngunin til að vita, hvers vegna
sumt væri þannig og annað öðru-
vísi, fylgdi i kjötfar staðsetn-
inga og staðarákvarðana, — að
þegar menn voru teknir að kanna
umhverfi sitt, færu ])eir brátt að
leita skýringa á ýmsum fyrirbær-
um, sem þeir komust í kynni við
i því sambandi. f rauninni er
landafræðin viðleitni til að svara
þeirri tvöföldu spurningu: Hvar,
og hvers vegna þar?