Úrval - 01.11.1961, Side 151
159
UNGLINGSPILTUR kom inn í
hús foreldra sinna heldur súr á
svip. Móður hans sýndist hann al-
veg yfirbugaður og sneri sér því
til manns síns og föður drengsins
og spurði hljóðlega:
— Hvað getur gengið að
drengnum?
•— Hann ætlaði sér að fara í
apótekið hérna við hornið, en kom
ekki bílnum í gang, svaraði fað-
irinn.
------□
SKÖLLÓTTUR, lítill afgreiðslu-
maður í karlmannafatabúð tók
.svo vel á móti viðskiptavini ein-
um, að hann gat ekki látið sér
annað sæma en kaupa heilmikinn
fatnað og láta auk þess i Ijós að-
dáun sina á afgreiðslumanninum.
— Þér vilduð ef til vill gera
mér þann greiða, sagði afgreiðslu-
maðurinn, að fara inn til fram-
kvæmdastjórans, um leið og þér
farið, og segja honum, hvernig yð-
ur líka viðskiptin.
Viðskiptavinurinn gerði það og
endurtók auðvitað hól sitt um af-
greiðslumanninn. Framkvæmda-
stjórinn hlustaði þögull á og taut-
aði svo:
— Þér eruð sjötti viðskiptavin-
urinn, sem hann sendir inn til min
í dag. Hann er að gera alla vit-
lausa, mig líka.
—■ Hvað er eiginlega að? spyr
viðskiptavinurinn.
— Margt, — þetta er sjálfur
kaupmaðurinn!
------□
KONA hringdi óðamála til
læknis síns og skýrði honum frá
því, að maðurinn sinn hefði gefið
sér yndislega gjöf, en hún kæmist
ekki í hana. Bað hún lækninn um
ráð til að megra sig. Henni hélt
við gráti út af þessum vandræðum.
— Allt í lagi frú, sagði læknir-
inn. E’ftir skamman tíma getið þér
farið i flíkina.
■— Hver var að tala um flík,
snökti konan. Þetta er Volks-
wagen!
------□
UNG HJÓN voru nýflutt I íbúð
í hárri blokk, og til þess að gera
sér dagamun héldu þau atburðinn
hátíðlegan með samkvæmi í nýju
íbúðinni. Gleðin var mikil og kom-
ið fram á nótt. Þá gall við síma-
hringing, og fór frúin og svaraði.
Þegar hún hengdi tólið upp, sagði
hún brosandi við mann sinn:
—■ Ég er fegin, að við tókum
ekki íbúðina næst fyrir neðan.
Húsbóndinn þar var einmitt að
hringja og segja, að hann gæti
ekki sofið fyrir hávaða!