Úrval - 01.11.1961, Side 157
165
Hversu víðtæk er þekking þín?
AL.MENN þekkingarpróf hafa mörgum langskólagengnum
manni reynzt erfið. Yfirleitt er þekkingarsvið manna takmarkað
— eins og áhugasvið manna. Um flesta er það svo, að á einhverju
sérstöku sviði eru Þeir næsta vel að sér, um allmargt annað vita
þeir talsvert, en síðan koma þekkingarsvið, sem eru þeim eins og
lokuð bók. Þá er það og misjafnt um menntaða menn og vel
gefna, hversu glöggt Þeir muna liðin atvik, hvort þeir geta tíma-
sett þau rétt, og eins, hvort þeir vita deili á daglegum fyrirbær-
um umfram það, sem kemur af sjálfu sér við daglega reynslu.
Þær spurningar, sem hér fara á eftir, eru allar mjög léttar,
valdar af handahófi úr mörgum fræðigreinum og hver einasta
hreinn barnaleikur fyrir sæmilega fróðan mann á hverju sviði
fyrir sig. Það, sem gerir prófið erfitt, er það, hve víða er farið.
Þér finnst sjálfsagt fljótt á litið, að þrautin sé auðleyst. Sams
konar próf hafa Þó verið lögð fyrir menntagarpa erlendis, fjölda-
marga, og allir flaskað á einhverju. Þetta próf er miðað við ís-
lenzka staðhætti. Og svo skulum við byrja:
1. Er SOS skammstöfun og þá á hverju?
2. Hver var forsætisráðherra Islands 1933?
3. Hve gamalt er ríkisútvarpið ?
4. Hvað heitir landlæknirinn?
5. Hver samdi Divina Comedia?
6. Hver eru aðaltrúarbrögð fólks í Pakistan?
7. Hver skrifaði: „Svo mælti Zaraþústra?"
8. 1 hvaða byggingarstíl eru flestar rússneskar kirkjur reistar?
9. Nefnið tónverk eftir Debussy.
10. Hver málaði frægustu myndina af hinni heilögu kvöldmáltíð?
11. Hvað þýðir og úr hvaða máli er þetta: Por lo menos, voy a
hacerlo, si hay timpo?
12. Hvenær varð Kína lýðveldi?
13. Hvað er það, sem kallað er Malthusarkenningin?
14. Hver er faðir sálgreiningarinnar?
15. Hver er tímamunurinn á Reykjavík og Dakar?
16. Til hvaða ættar rándýranna telst púman?
17. Hver er dýpsti fjörður á Islandi?
18. Hver skrifaði bókina Þjóðfélagssamninginn?
19. Hvað heitir stærsta plánetan?
20. Til hvaða ættar teljast hrútaber?
Svörin eru á bls. 168.