Úrval - 01.11.1961, Side 162
170
ÚR VAL
Hallgrímsson gisti hjá Þorláki
i SkriSu 10. júlí 1839 og segir
svo frá: „Þorlákur sýndi mér
garða sína fullur áhuga. Eink-
um var hann ánægSur meS
reynitrén sín, enda eru þau
mjög gróskumikil. Þau eru öll
sprotar af hinni frægu MöSru-
fellshríslu, sem er ævagömul,
stór hrísla.“ — Jónas kveður
reyni þrífast vel á íslandi, en
mjög óvíða ræktaðan. Sagt var,
að Þorlákur (sem þá var á ni-
ræðisaldri) vildi heldur missa
kú úr fjósinu en hríslu úr garð-
inum. Vinnukonum bannaði
hann að hengja þvott á trjá-
greinarnar og gekk ríkt eftir, að
nærfærnislega væri farið með
trén. Eru margir ræktunarmenn
komnir af Þorláki í Skriðu.
Stefán Stefánsson grasafræð-
ingur mældi trén í Skriðu og
Fornhaga í Hörgárdal árið 1888.
Reyndust liæstu reyniviðirnir i
Skriðu 20 fet, en i Fornhaga 10—
10 fet. ÁriS 1949 mældi Ingólfur
Guðmundsson bóndi í Fornhaga
trén að nýju. Mældist þá hæsti
reynirinn þar 7,60 m, en í
Skriðu reyndust þrír reyniviðir
um hálfan ellefta metra á hæð.
— Tvö reynitré voru gróður-
sett á leiðum við kirkjugaflinn
i Laufási við Eyjafjörð 1849 og
1854. Mældi séra Þormar þau tré
um aldargömul árið 1950, og
reyndust þau 9,40 m á hæð.
En af öðru þeirra hafði brotnað
liæsta greinin í ofsakrapaveðri
30. janúar 1947. Bæði trén á
fallanda fæti.
Reynir vex stundum á öðrum
trjám. Fuglar éta reyniber með
beztu lyst. Fræin ganga ómelt
niður af fuglunum og geta lent á
ólíklegustu stöðum. Festast þau
stundum i sprungum eða holum
í trjám og spíra þar uppi. Berst
þangað moldarryk með vindin-
um. Getur síðan vaxið upp
flugreynir, jafnvel hátt uppi í
öðrum trjám, — og þ-ykir jafn-
an skemmtilegt fyrirbrigði. í
garði Bjarna heitins Sæmunds-
sonar óx lítill flugreynir á hlyn,
að mig minnir um 1940. Fleiri
dæmi eru kunn af þessu tagi hér
á landi. 1 Noregi, einkum i hinu
hlýja, raka loftslagi vestan fjalls,
verða flugreynihríslurnar oft
stórar og lifa lengi. Stærsti
norski flugreynirinn, sem sögur
fara af, óx uppi i gömlu lindi-
tré i Björgvin. Hann brotnaði i
óveðri 1921 og var þá rúmir 16
metrar á liæð og nærri 100 ára
gamall. Þetta virðist ótrúlegt,
en i ljós kom, að gamla lindi-
tréð var fúið að innan, og höfðu
rætur flugreynisins vaxið gegn-
um tréð og niður í jörð og náð
þar í næringu.