Úrval - 01.11.1961, Síða 167
•í SLÓÐUM PENINGAFALSARA
175
byggi til i vinnustofu sinni
fullkomin listaverk. Hvernig var
hægt að efast um, hvort var
meira virði?
Og reyndar urðu seðlar hans
meira virði en hinir venjulegu
dollaraseðlar. Emmanuel Niger
lifði að sjá safnara berjast um
seðla sína.
Niger vann að þessari pen-
ingagerð á búgarði sinum í
New Jersey. Fyrst eftir að hann
hóf tilraunir sinar, kom maður
til Nigers og kvartaði um að
hafa fengið falsaðan seðil hjá
honum. Niger bjó til sögu um,
að hann hefði fengið þennan
seðil hjá manni í New York.
Svo borgaði hann manninum
með ófölsuðum seðli.
Peningafalsari mundi ekki
sleppa svo létt nú á dögum, en
1885 var sjaldan farið með
slíka seðla til lögreglunnar.
Fyrstu viðbrögð þeirra, sem
fengu í hendur falsaðan seðil,
var að losa sig við hann undir-
eins, — sem sagt að koma hon-
um á einhvern enn vitlausari.
Það var tíu árum síðar, að
farið var að tala um „the green-
backs“, seðla Nigers. Hann var
kallaður meistari bleks og
penna, og fyrstu aðdáendur
bans voru sérfræðingar lögregl-
unnar. Einn seðill var sýndur
í glerskáp á veitingahúsi einu,
og níu af hverjum tíu, sem sáu
hann, fullyrtu, að hann væri
ófalsaður. 'Blaðamaður við New
York Times skrifaði: — Þessar
falsanir eru blátt áfram undra-
verðar. Annaðhvort er þetta
grín, eða maðurinn er kolvitlaus.
Sá, sem fæst við slíka fram-
leiðslu, getur ekki verið að
hugsa um persónulegan gróða.“
Eitt var það þó, sem vantaði
á seðla Nigers. Þar stóð ekki
eins og á dollaraseðlum stjórn-
arinnar:Grafið og gert af prent-
stofu stjórnarinnar. — Kannski
hefur listamaðurinn ekki viljað
iþyngja sál sinni með svo ó-
nauðsynlegum ósannindum.
Pappírinn sem hann notaði,
var svo til alveg eins og sá,
sem notaður var af stjórninni,
nema hvað vantaði nokkra
silkiþræði. Þegar Niger hafði
klippt pappirinn niður í rétta
stærð, lagði hann seðlana í
kaffi og geymdi þá þar, þangað
til þeir voru orðnir ellilegir og
eins og notaðir. Siðan pressaði
hann þá upp við blautan, ósvik-
inn seðil, og kom þá mynztrið
fram á þeim.
Er þessu var lokið, hófst
vinnan í raun og veru. Hann
teiknaði ofan i með blýanti, sið-
an með penna og loks með pensli
úr kamelhárum. Þessi pensill
var helzta og mesta verkfæri