Úrval - 01.11.1961, Page 176
184
UR VAL
ing'um yfir óvinaríki en kjarn-
orkusprengjum. Nazistar reyndu
á sínum tíma að leggja England
að velli með þvi að ausa yfir
það óhemjumagni af fólsuðum
pundsseðlum. Aðferðin var bara
svo klunnaleg, að hún mistókst,
■— en það er ekki að vita, nema
svipuð árás verði betur undir-
búin næst.
Undanfarin ár hafa orðið
miklar framfarir í peningafram-
leiðslu. Myndamótagerðir hafa
verið búnar til, sem gera allt
að því fullkomna seðia. Fyrir
skömnm var eitt slikt áhald
sýnt á ráðstefnu Interpol, og
sagði forstjóri þess, að það tæki
ekki nema 18 mínútur að búa
til peningaseðil með því. Má
þvi á næstu árum vænta auk-
innar samkeppni peningafals-
ara og seðiagerðarmanna þeirra,
sem eru i þjónustu ríkisstjórna.
í hvert sinn, sem peningafals-
arar hafa náð á sitt vald þeirri
tækni, sem nauðsynleg er til að
húa til allt að því ósvikna seðla,
verða hinir opinberu starfsmenn
að finna nýjar aðferðir til þess
að gera seðlagerðina flóknari.
í öllum Iöndum er því siður að
láta viljandi vera einhverja
„galla“ í seðlunum, sem gera
eiga fölsurum óhægra um vik.
En það eru líka til löglegir
peningafalsarar. Það eru menn,
sem eru í þjónustu rikja, og
eiga þeir að gera eftirlíkingar
af ósviknum seðlum. Þegar eftir-
líkingar þeirra eru orðnar
hættulega líkar ófölsuðu seðl-
unum, verður að breyta þeim
og finna ráð til að gera þá enn
flóknari.
En þrát fyrirt allt er það víst,
að meðan pappírsmiði er látinn
vera jafngildi mikilla fjármuna
og menn eru aldir upp við það
að trúa á fjármuni, þá verða
alltaf til menn, sem telja, að
bezta aðferðin til að eignast
peninga sé að búa þá til sjálfir.
ENGINN veit, hvað undir annars stakki býr.
Jón Magnússon.
FÖGUR orð eru ekki sönn. Sönn orð eru ekki fögur.
Lao tse.
ÞÚSUND rasta ferSalag hefst á einu skrefi.
Kínverskt.
ÞÚ verður það, sem þú hugsar.
Indverskt.