Úrval - 01.11.1961, Side 180
188
Watson, að frægustu „spæjur-
um“ allra tíma. Stóri bróðir
minn, sem var leikbróðir barna
Conan Doyles, sagði oft frá þvi,
að liann hefði séð liann inn um
gluggann á vinnuherbergi hans,
sitjadi við skriftir á stórar, hvit-
ar, strikaðar arkir, en hádegis-
verðurinn stóð óhreyfður á
bakka til liliðar. „Hinn mikli
maður sjálfur," var bróðir minn
vanur að kalla hann.
Það var síðdegis á sunnudegi,
að ég slóst í fylgd með bróður
mínum heim lil Conan Doyles.
Bróðir minn var síður en svo
hrifinn af fylgd minni, en ég var
þveginn og pússaður í snjóhvítu
flannelsfötunum mínum. Meðan
hróðir minn og félagar hans
léku tennis, lagði ég upp í rann-
sóknarleiðangur um stórt, dul-
arfullt húsið.
Ég hneigði mig fyrir þjónun-
um, sem ég mætti á göngunum,
— en loks kom ég inn í her-
bergi, troðfullt af skrautbúnum
fylkingum tilbúinna hermanna,
skipuðum til orustu á ógnar-
stóru, tilbúnu landslagi. Þarna
var tylft brezkra hersveita með
brynvarðar bifreiðir, fallbyssur,
dregnar áfram af hestum, og vél-
byssur, sem dreift var um velli
Flanderns, en að baki víglinunn-
ar biðu hópar hermanna, tilbún-
ir að taka þátt i bardaganum.
Ég stóð þarna steini lostinn,
ÚRVAL
lijartað barðist ákaft í brjósti
mér í spennu leiksins.
Ég veit ekki, hve lengi hinn
mikli maður hafði staðið þögull
að baki mér. Mér fannst hann
stór, þéttur á velli og handstór,
skuggalegur ásýndum, með mik-
ið yfirvangaskegg og gullspanga-
glerauu. Hann var í þykkum,
dökkum fötum, stuttu vesti og
með fyrirferðarmikið hálstau,
sem virtist allt ol' lieitt að sumr-
inu.
Barnslegur ótti minn vjð hann
hvarf eins og dögg fyrir sólu,
þegar hann fór að tala. Hann
reyndi ekki að komast að því,
hver ég væri, með þeim spurn-
ingum, sem venjulega eru lagð-
ar fyrir ókunnug börn. Hann
virtist taka veru mina þarna í
húsinu eins og sjálfsagðan lilut.
Hann tók sér stöðu við lilið
mina og benti á frægar her-
deildir, sagði frá orustum þeirra
á svo töfrandi hátt, að hug-
myndaflug mitt fékk vængi og
ég heyrði byssuskotin og
sprengjuhvininn í orustunni við
Somme, — þar sem hinn svo-
nefndi „Kaldistraumsvörður"
gat sér livað mestan orðstir. Ég
þvældist á milli þeirra, heyrði
fyrirskipanir allt i kringum mig,
höfðað til síðustu dreggja hug-
rekkis, og fyrirskipanir um
endurteknar árásir, þar til óvin-
unum var stökkt á ruglingslegan