Úrval - 01.08.1962, Side 18
26
ÚR VAL
í dag. Söguna getum við lesið í
steinunum, ekki sízt þar sem
geislavirknimælar eru komnir til
skjalanna. Lífsrásin er saga, sem
hægt er að rekja aftur til einhverr-
ar uppspretíu á jarðstjörnu, sem
enn hefur ekki verið skýld trjám
og grasi. Saga þessi er rituð í bein
okkar, hefur borizt kynslóð fram
af kynslóð með erfðastofnunum,
og saltið í blóði okkar er í ætt við
höf hinnar fyrstu fornaldar. Þann-
ig lifir brot af því liðna með okk-
ur.
Bréfritarinn minn er óttasleginn,
af því mörg okkar, sem höfum
viðurkennt framþróunina, erum
sek um það, sem kalla mætti
„villu skepnunnar“. Við lítum um
öxl til beina ættfeðranna og drög-
um helzt ekki ályktanir af öðru en
lágu enninu og frumstæðu vopn-
unum.
Ég er ekki fyrir að kappræða
um, hvert sé innsta eðli mannsins,
því eðli hans er sífellt að breytast.
Emerson sagði eitthvað á þá leið,
að hin rétta saga mannsins hefði
aldrei verið rituð, því hún yrði
jafnóðum úrelt.
Enginn vísindamaður neitar því,
að í líkama okkar séu brot frá
elztu tímum og að þau brot séu
orðin samhæfð kröfum líðandi
stundar. í manninum er bæði hið
góða eðli dr. Jekylls og hið slæma
eðli Hyde. Undralyfið í sögu Ro-
berts Louis Stevensons aðskildi
þessi tvö ólíku öfl. En þetta getur
líka gerzt í raunveruleikanum. Við
höfum séð það í Þýzkalandi naz-
isrnans og Sovétríkjunum.
Maðurinn iifir alltaf að einhverju
leyti í framtíðinni. Hann hefur
vald til að hefja sig upp yfir þá
náttúru, sem hann þekkir. Ef mað-
urinn hefði í öndverðu ekki verið
gæddur sómatilfinningu og ást,
enda þótt í litlum mæli væri, þá
er ekki víst, að við værum hér nú.
Ég vil ekki hræðast þá stað-
reynd, að við höfum á miðri veg-
ferð okkar komið okkur fyrir í
skugganum af svörtum skógi. Ég
neita líka að viðurkenna, að ferð-
in sé að enda eða dýrseðlið í okkur
beri sigur af hólmi. Ég held, að
við ættum að stíga fram á við, enda
þótt við horfum með því framan
í sjálfa nóttina. Við erum á leið
burt frá enn svartari nótt, — —
nóttinni, sem rak okkur út í þess?
vegferð, mótaði hugi okkar og
lagði okkur starf og byrði á herð-
ar.
Ef skugginn framundan stafar
frá okkur sjálfum, erum við kom-
in að uggvænlegum vegamótum.
En var hægt að búast við öðru?
Þetta hefur komið fyrir áður í sög-
unni. Menn hafa áður hræðzt
skuggann sinn, og reynsla þeirra
ætti að geta kennt okkur eitthvað.