Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 19
LEIÐ MANNSINS LIGGTJR UPP Á VIÐ
27
Fyrir ekki löngu síðan las ég ævi-
sögu átjándu aldar kvekarans
John Woolman. Á dauðastundinni
er sagt að hann hafi mælt þessi
orð: „Ég trúi á Krist. Um líf og
dauða veit ég ekki.“
Ég get tekið undir þessi orð.
Hvort sem við trúum því, að guð
hafi stigið niður til jarðarinnar eða
að viss einstaklingur hafi leitað
guðs í anda og sannleika og látið
líf sitt á krossi fyrir þær sakir, þá
var sá draumur stórfenglegur og
fór um jörðina eins og stormviðri.
Ég trúi á Krist í hverjum þeim
manni, sem lætur líf sitt í þágu
trúarinnar á líf eftir líkamsdauð-
ann. Við þá menn, sem ásaka mig
fyrir að vera tvíátta, vil ég segja
þetta: Þegar einhver einstaklingur
í árdaga mannsins tók upp á því
að reyna að mynda orð til að tjá
tilfinningar sínar, hafa sjálfsagt
heyrzt hrossahlátrar umhverfis
bálið. En einhverjir hafa tekið
undir, því orðin lifa enn.
„Vel“heppnað bankarán.
UM MIÐJAN dag gerðist það í hinni kyrrlátu smáborg Middle-
ton, að maður nokkur Henry Bondúrant að nafni réðist inn í
bankann þar, þreif upp skammbyssu sína og öskraði: „Peningana
eða lifið.“ Þegar bankagjaldkerinn reyndi að snerta bjöllu-
hnappinn, skaut hann í gegnum höndina á honum, svo að öllum
mætti ljóst vera, að hann þyldi engan mótþróa. Andartaki siðar
þaut bófinn út á götu með feng sinn i poka, 18.000 dali. En
skammbyssuskotið heyrðist um alla borgina, og hann var naum-
ast kominn út á götuna, þegar hinir heiðvirðu borgarar tóku
að streyma út bopnaðir veiðibyssum og hverju öðru, sem hendi
var næst. Þjófurinn hljóp í sveigi og króka, en særðist brátt
og hné niður. óvigur í hendur lögreglunni, sem nú var komin á
vettvang. Á hlaupunum hafði komið gat á pokann undan ein-
hverju skotanna, sem beint var að þjófinum, og peningarnir
dreifðust út um götuna. En heiðvirðu borgararnir byrjuðu strax
að tína saman féð, og búið var að ráða niðurlögum bófsins.
Og svo fór gjaldkerinn að telja peningana, auðvitað með hönd-
ina i umbúðum. Og, viti menn, bankinn græddi áttatíu eent.
Hann fékk eftir tinsluna á götunni 80 centum meira, en þjófur-
inn hafði stolið. — Det Bedste.