Úrval - 01.08.1962, Side 22
30
ÚR VAL
eins og krakkar, sem eru að leika
sér. Bæði vildu ráða. Hvorugt gat
sætt sig við að láta í minni pok-
ann fyrir hinu.
I öðrum hjónaböndum er það sú
ákvörðun að eiga barn, eða koma
þessari litlu veru í heiminn, —
sem skilur hjónin. Þær tilfinningar
konunnar, sem eiginmaðurinn átti
áður einn, en nú snúnar að barninu.
Faðirinn er settur hjá, — og innan
tíðar verður hann óviðkomandi.
Samt sem áður á andlegur skiln-
aður hjóna til ólíkra róta að rekja.
Annars vegar eru hjónin sem lifa
í snurðulausu hjónabandi, hvað
snertir hversdagslíf þeirra, og ásta-
lífið er fullnægjandi og eðlilegt.
Það er aðeins eitt, sem skilur þau,
— þau geta ekki tjáð hvort öðru
hug sinn.
Þótt þau væru einu sinni svo
nánir vinir, að þau gátu tekið þátt
í draumum hvors annars og talað
um smáatriði yfir morgunverðar-
borðinu, — ræða þau nú hugðar-
efni sín aðeins við aðra.
Hinsvegar eru hjónin, sem lifa
á sífelldum flótta. Til þess að forð-
ast árekstra og ógnir bæta þau lík-
amlegri fjarlægð við andlega fjar-
lægð. Þau lýsa hjónabandi sínu
sem „hræðilegum 25 árum“. Þrátt
fyrir þetta geta þau út í frá virzt
samhent, og fóik öfundar þau af
hinu „fullkomna" hjónabandi.
Mitt á milli eru hjónin, sem
líta á hjónaband sitt sem böl, sem
verði að reyna að bera. Með því
að bæla niður allt, sem kynni að
vekja deilur, hefur þeim lærzt að
lifa saman árekstralítið, en þau
vilja allt gefa fyrir friðinn.
Óbifanleg ró og ískuldi brynjar
óánægju þeirra. Hjón, sem þannig
er ástatt fyrir hafa sætzt á andleg-
an skilnað sem málamiðlun. Kona
nokkur orðar þetta á þessa leið:
„Við erum bæði níitíma fólk. Við
erum óháð. Við skiptum okkur ein-
faldlega ekki af málefnum hvors
annars.“
Eins og sjá má er andlegur skiln-
aður ekki æskilegur, — en hann
þarf ekki heldur endilega að vera
óhamingja. Fyrir hans sök er ýms-
um hjónaböndum, sem annars
væru óþolandi, haldið áfram og
forðað frá skilnaðardómstólnum.
En andlegur skilnaður, sem fleytir
hjónabandinu áfram, getur samt
sem áður siglt hamingju allrar fjöl-
skyldunnar í strand. Hinir svo-
kölluðu smámunir geta hrundið af
stað tíðum árekstrum. f þeim leik
getur orðið sígild hlutverkaskipan
þannig, að einn fjölskyldumeðlim-
ur verður fórnardýrið, annar hetj-
an, þriðji illvirkjinn. Móðir, sem
lítur á eiginmann sinn sem þorp-
ara, fær dætur sínar til að líta
sömu augum á málið, — og þegar
þær giftast líta þær eiginmenn sína
sömu augum og móðir þeirra föð-
urinn. Þannig endurtekur hinn and-
legi skilnaður sig.