Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 23
IIJÓN, SEM ERU SKILIN ANDLEGA
31
Hinn andlegi skilnaður, sem
grúfir yfir deginum, breiðist samt
sem áður ekki alltaf einnig yfir
nóttina. Sum hjón eru fráhverf
hvort öðru á öllum sviðum nema
á sviði ástalífsins, — en af öðrum
er alveg öfuga sögu að segja. Sum
hjón segja, að ástalífið sé hið eina
jákvæða, sem eftir sé í hjónabandi
þeirra.
Ef til vill hefur hinn andlegi
skilnaður hvergi verri áhrif en á
börnin. Við verðum að bæta einni
athugasemd við allt það, sem sagt
hefur verið um áhrif slæmra heim-
ila, — þ.e. áhrif leynilega, slæmra
heimila. — Af þessum sökum get-
ur barnið tamið sér slæmar matar-
venjur, orðið tornæmt eða letiingi.
Það getur sökkt sér niður í dag-
drauma eða haft martröð á nótt-
unni. Það má vera, að það væti
rúmið löngu eftir, að það ætti að
vera hætt slíku, — og af þessum
sökum getur það átt fáa eða enga
vini, þegar það er fullorðið.
Drengur getur sýnt óútskýran-
legar hneigðir til kynvillu á full-
orðins árum, og stúlka sem ekki
getur tekið á móti kynþroskanum,
fer á mis við hæfileikann til að hríf
ast af karlmönnum. Ef drengur á
ráðríka móður og atkvæðalftinn
föður, — en það er algengt meðal
hjóna, sem eru andlega skilin, —
getur það haft þau áhrif á dreng-
inn, að karlmannseðli hans nái
ekki þroska.
Oft vill þó verða svo, að for-
eldrar gera sér ekki grein fyrir
eigin vandamálum, fyrrenþaðkem
ur á einhvern hátt fram á bömun-
um. Sanford Sherman, ármaður,
sem um 36 þúsund manns leita
til árlega orðar þetta þannig: „For-
eldrar, sem koma með barn sitt
til lækninga, verða furðulostin,
þegar þeim er sagt, að öll fjöl-
skyldan þarfnist lækningar og tor-
tryggja að rekja megi sjúkleika
barnsins til kulda foreldranna
hvors í annars garð. Við höfum
þráfaldlega orðið varir við það,
sem dr. Bowen kallar andlegan
skilnað og við höfum séð áhrif
hans á börnunum."
Andlegur skilnaður hjóna getur
leitt til þess, að annað hvort for-
eldrið leggi ofurást á eitthvert barn
anna. Barnið, sem fyrir valinu verð-
ur, fær hlutverk þriðju persónunn-
ar í Ieiknum.
Fimmtán ára drengur, sem var
í þessari aðstöðu, orðaði þetta eitt
sinn þannig: „Það er ekki auðvelt
að halda í hönd mömmu þinnar
með annari hendinni og leika
körfubolta með hinni.“ Og átján
ára stúlka segir: „Þar er eins og
segulsvið sé umhverfis mömmu
þína. Þegar þú ert nálægt henni,
ertu skyndilega dregin að henni
og þú missir persónu þína. Þegar
þú ert í burtu frá henni, — getur
þú ekki staðið á eigin fótum.“
í báðum þessum tilfellum er fað-