Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 24
32
ÚR VAL
irinn aukapersóna. Eins og þegar
um raunverulegan skilnað er að
ræða og móðirin hefur börnin hjá
sér, fær faðirinn aðeins að nálgast
börnin, þegar móðirin gefur leyfi
til þess, — þótt hann í þessu til-
felli búi undir sama þaki.
Sumir foreldrar leggja hart að
sér til að hindra, að hinn andlegi
skilnaður skaði börnin. Dr. Robert
Dysinger segir: „Ég hef séð marg-
ar mæður, sem eru andlega skildar
við eiginmenn sína, — gera vel
við börnin.“
En er þá einhver leið til að koma
í veg fyrir eða bæta andlegan
skilnað, — þennan óséða friðar-
spili í fjölskyldunni?
Bezta, sem unnt er að gera til
að fyrirbyggja andlegan skilnað,
er að ganga i hjónabandið sem
þroskaðar maneskjur. Ef til vill
ættu ekki öil hjón að vera áfram í
hjónabandi, — og ef til vill hefðu
sum þeirra, sem nú eru gift, aldrei
átt að gifta sig, — eða ef þannig
er á málin litið, — hefðu þau ef
til vill aldrei átt að giftast nein-
um. — En þegar nú einu sinni
hjón hafa gengið í rifrildi frá altar-
inu — getur skynsemin enn komið
í veg fyrir andlegan skilnað.
Sum hjón reyna að komast hjá
andlegum skilnaði með því að tala
„skynsamlega“ hvort við annað.
Samt sem áður auðnast fáum hjón-
um að komast nær hvort öðru
með tali eða íhugun. Hvernig og
hvort þau nokkurn tíma leysa
vandann er mjög undir hverjum og
einum komið. Einn getur ef til vill
vakið nýja ást með nýrri, heitri
ást. Annar getur ef til vill vakið
af drunga með því að sýna nýjan
áhuga á því, sem einu sinni var
sameiginlegt áhugamál beggja.
Hvernig sem þessi endursameining
andans á sér stað, — og hún getur
átt sér stað, vegna þess, að þetta
voru eitt sinn tvær manneskjur,
sem gengu frá altarinu í eldheitri
ást — einmitt eins og þau iifa nú
bæði undir sama þaki af því, að
þótt þau séu andlega skilin eru þau
ekki svo fráhverf hvort öðru, að
þau geti hugsað sér að skilja að
fullu og öllu.
En hin vísindalega lausn á þessu
máli eru geðækningar. Sífellt fer
vaxandi það, sem kallað er „fjöl-
skyldugeðlækningar". Þá er fjöl-
skyldan meðhöndluð sem ein heild,
og eiginmenn og eiginkonur, sem
áður gátu ekki talað saman, tala
saman og uppgötva hvort annað að
nýju, þegar fjölskyldan er saman
komin undir umsjá hins vökula
auga sérfræðingsins.
¥ ¥
JAFNVEL þótt maðurinn gæti skilið konur, mundi hann ekki
trúa. — Harold Coffin.