Úrval - 01.08.1962, Síða 26
34
ÚRVAL
á því, hvað þau gera, hvorki
æðsta höfðingja þorpsins, kon-
um, öldungum, börnum, frjáls-
um mönnum eða þrælum. —
Það má ekki einu sinni
nefna félagið á nafn. Ekki liðst
heldur neinum óvígðum að
nálgast þá staði eða hús utan
við þorpin, þar sem starfsemin
hefur bækistöð, umlukta að
jafnaði einhvers konar limgerði.
Hver sá, sem reynir að verða
sér úti um einhvern fróðleik um
starfsemi þeirra eða útbreiða
slíka vitneskju til óinnvígðra,
á á hættu að verða ofsóttur á
hihn svívirðilegasta hátt og
jafnvel verður að greiða fyrir
ógætnina með lifi sínu. Evrópu-
menn eru nærfellt alltaf útilok-
aðir frá félögum þessum, og fyr-
ir því er næsta fátt og slitrótt
frá þeim að segja.
Það er einkum i Vestur-Afriku
og Kongó, sem þessi félög blómg-
ast, einnig raunar á vissum
svæðum Austur-Afriku, þar sem
negramenningarinnar frá Kongó
gætir mest.
Mörg félaganna virðast starfa
á svipuðum grundvelli í aðal-
atriðum, enda þótt þau séu hvert
öðru óháð og ekki i neinu sam-
bandi innbyrðis. Hins vegar er
gætt mjög misjafnlega mikillar
launungar. Stundum fær ofboð
venjulegur maður aðgang með
þvi einu að greiða vissa upphæð
af kaurisniglum, leggja fram
eina flösku af gini eða viskýi
eða einhverju öðru, sem álíka
þægilegt er að komast yfir. í
önnur kemst enginn, sem ekki
hefur verið rækilega athugaður
og hlotið meðmæli eða ábend-
ingu félagsmanna. En það get-
ur hins vegar orðið öriagaríkt
að hafna inngöngu, hafi maður
fengið boð og verið talinn út-
valinn. Nýr meðlimur er ekki
tekinn inn, fyrr en hann hefur
yerið tekinn til náms í nokkurn
tíma og látinn ganga í gegnum
erfiðar prófraunir, auk þess sem
hann verður að gæta sérstakra
forboða í sambandi við mat og
allt samneyti við konur.
Þessu undirbúningsskeiði lýk-
ur svo með vígsluathöfn, og þeg-
ar inn í regluna er komið, talast
félagarnir við á sérstöku máli,
sem enginn annar skilur.
Flest félögin eru eins konar
trúarfélög. Menn koma saman
til funda til að dýrka einhvern
sérstakan guð, og ber félagið
hans nafn. Einnig er i sumum
þeirra alls konar samhjálp og
ýmislegt gert til að liðsinna
þeim, sem lakast eru settir í
þjóðfélaginu. Sum félög ákveða,
hvenær heppilegast sé að upp-
skera kornið, safna yamsrótum
eða hætta veiði i vatnsfalli, sem
liggur undir ofveiði. Slikar fyrir-
skipanir eru festar upp i þorp-