Úrval - 01.08.1962, Síða 33
ANDLIT MANNS
41
forníu. Hann var hinn hermann-
legasti maður, rúmlega sex feta
hár, þéttur á velli og traustiegur
í alla staði. Ljósmynd, sem tekin
var af honum í síðasta heimferð-
arleyfinu sýnir fallegt andlit ungs
manns, hátt enni, beint nef, reglu-
iega andiitsdrætti.
Haraldur Lumbert var nú orð-
inn óbreyttur hermaður og lét úr
höfn frá heimalandinu með her-
deild sinni í nóvember 1944. Ferð-
inni var heitið til einhverra af
Kyrrahafseyjunum. Herdeiid þessi
gerði árás á Iwo Jima, og þegar
verið var að þokast áfram á þrem
tönkum, tóku Japanirnir að senda
þeim skot. Haraldur fékk sprengju-
brot í andlitið. Það lenti á nef-
rótinni rétt fyrir neðan augun og
fletti burt holdinu niður á við og
braut neðri kjálkann á sjö stöðum
og skemmdi vefinn aftan á háls-
inum.
Ekki missti Haraldur aiveg með-
vitundina við þetta áfall. Hann
fann, að lungun börðust fyrir að
ná lofti gegnum það, sem eftir
var af andlitinu og hann man, að
hann hugsaði: „Ég dey hérna ...
Hvernig skyldi Burnette ganga að
komast áfram með börnin?“
Haraldur hafði naumast með-
vitund, fyrr en eftir að hann var
fluttur til Aiea-herspítalans nálægt
Perluhöfn um það bil tveim vik-
um síðar. Þar tók hann að átta
sig á hlutunum, þegar tannlækn-
arnir og andlitsskurðlæknarnir
hófu skoðanir sínar og að ráðgast
um, hvað gera skyldi. Nú skildist
honum, að sprengjubrotið hafði
leikið andlit hans afarilla. Tilkenn-
ingin svo og dofinleikinn, þar sem
hinir horfnu andlitshlutar höfðu
verið, staðfesti það, sem hann gat
ráðið af framkomu iæknanna.
Verst af öllu var að þurfa að taka
á móti fæðunni aftan til á hálsin-
um úr nokkurs konar sprautu-
könnu. Og annað, í senn bagandi
og auðmýkjandi, var að geta ekki
haft vald yfir munnvatnsrennslinu.
Einu sinni eða tvisvar meðan
hann var í mesta mókinu reyndi
hann að kanna sárið með fingrun-
um, en næstum jafnskjótt hraus
honum hugur við snertingunni, því
fingurnir gátu ekki greint annað
en að allt væri horfið. Svo fór, að
hann hætti að geta fengið sig til
að reyna þetta aftur. Andlitið frá
augum og niður úr var algerlega
hulið sáraumbúðum.
Smátt og smátt fékk hann meiri
vitneskju um, hvað hafði komið
fyrir andlitið á sér. Hann gat ekki
talað nema hásum, rykkjóttum
rómi, og hann freistaði þess að
spyrja læknana. En þeir sögðu lít-
ið, voru varir um sig, en uppörv-
andi. En meðan þeir voru að fást
við hann gleymdu þeir sér stund-
um, og af samtali þeirra þá, gat
Haraldur ráðið sitt af hverju.
Eftir því sem hann grunaði og