Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 37
ANDLIT MANNS
45
lífinu, þessvegna hafi ég viljað
þrauka."
Haraldur snéri sér því aftur að
lífinu og harðneskju þess. Loks
gréri brjóskið, og þar með fékk
munnurinn hald, svo hægt var að
j nota hann. En samt fann hann ekki
fyrir munninum, vissi ekki, hvar
hann var. í langan tíma varð hann
að nota spegil, þegar hann matað-
ist. Nú var lagfæringin á andlit-
inu komin svo langt á leið, að
hann þurfti ekki lengur að dvelja i
sjúkrahúsinu nema þegar hann var
tekinn til aðgerðar. Og hann fékk
til umráða eina af íbúðum þeim,
sem herinn hafði yfir að ráða.
Haraldur keypti sér gamlan bíl
og fór stundum með Davíð litla,
son sinn, með sér til sjúkrahúss-
ins í skoðanirnar. Nú var drengur-
inn orðinn fjögurra ára gamall,
og hann tók ástandi föður síns vel.
I þessum sjúkrahússferðum kynnt
ist Davíð ýmsum sjúklingum og
varð vinsæll meðal þeirra, þar sem
hann var fjörmikili og vingjarnleg-
ur strákur og tók ekki nærri sér
að sjá alla þessa fötluðu sjúklinga.
Um þetta leyti var Burnette far-
in að láta mann sinn á sér skilja,
að sig langaði til að eignast barn
í viðbót. Haraldur tók ekki vel í
það, og eitt sinn sagði hann með
kvíða í röddinni: „Hvernig getur
þér dottið í hug, að ég eigi nokkru
sinni eftir að geta séð fyrir okkur
þrem, hvað þá fleirum?"
En hún tók þessa mótspyrnu
ekki nærri sér og svaraði: „Þetta
fer allt vel. Og við þurfum að
vera fjögur!"
Patricia Ann Lumbers kom í
heiminn 11. maí 1947, en þá hafði
pabbi hennar verið meira en tvö
ár í sjúkrahúsinu. Hún var næst-
um búin að missa hann áður en
hún vissi, að hann var til.
Þannig stóð á þessu, að lækn-
arnir tóku eftir, að þeir höfðu gert
mistök með eina beinagræðsluna
nokkrum mánuðum áður. Það
hafði komið í ljós, að útbúnaður sá,
sem gerður var í stað neðri kjálk-
ans féll ekki við efri-kjálkaútbún-
aðinn, Þess vegna var nauðsynlegt
að brjóta upp neðri kjálkann og
byrja að nýju.
Þessi aðgerð virtist vera einföld
og hættulítil, en samt munaði
minnstu, að Haraldur lifði hana
ekki af. Hann var svæfður, og
áður en hann vaknaði fór tungan
aftur í barka og hafði næstum
kæft hann.
Þegar hann fékk að vita þetta,
þótti honum tími til kominn að
gera samantekt á þvf, sem hann
var búinn að ganga í gegn um.
Hann hafði verið að heiman í
meira en þrjú ár, hann hafði geng-
izt undir 33 meiriháttar læknisað-
gerðir og óteljandi minni, misjafn-
lega heppnaðar. Læknarnir kváð-
ust hafa trú á, að þeir gætu enn
gert ýmsar lagfæringar á andlitinu.