Úrval - 01.08.1962, Síða 42
50
ÚR VAL
En vandamálin eru hin sömu, hvort
kynið sem um er að ræða. Veggur-
inn, sem aðskilur bernskuna og
fullorðinsárin, er ef til vill stærsta
hindrunin, sem krafizt er, að mann-
legar verur ryðji úr vegi sínum.
Þegar það hefur tekizt, hefur í
rauninni verið sköpuð algerlega ný
mannleg vera.
Þetta gerist yfirleitt á svipaðan
hátt, en samt er hver kynslóð ætíð
undrandi yfir að sjá það gerast að
nýju. Faðirinn, sem hataði stærð-
fræði fyrir þrjátíu árum, er furðu
lostinn yfir syni, sem álítur bifhjól
meira töfrandi en bókstafareikning.
Móðir, sem dansaði fyrrum Charle-
ston i kjólum, sem náðu ekki niður
að hné, á erfitt með að skilja dótt-
ur, sem sleppir sér af hrifningu
yfir twistdansinum.
Ytri merki kynþroskans eru öll-
um kunn. Skegghýjungur tekur að
vaxa á piltinum, og rödd hans
brestur ef til vill allt í einu. Mjaðm-
ir stúlkunnar taka að breikka, og
það byrja að vaxa á hana brjóst.
Miklu stórkostlegri atburðir eru
samt að gerast innan í líkamanum.
Enn í dag fara fram rannsóknir til
þess að reyna að skapa nákvæma
mynd af því, sem er að gerast.
Varla fyrirfinnst það líffæri eða
sá vefur, sem verður alveg ósnort-
inn af þeirri efnastarfsemi, er nú
hefur hafizt. Auðvitað býr stór-
kostlegur tilgangur að baki allri
þessari starfsemi. Barnslíkaminn er
nú búinn undir sitt aðalverkefni,
að fæða af sér nýja kynslóð, sem
mun tryggja viðhald kynstofnsins.
Vöxtur hjarta og lungna getur
orðið allt að þrefaldur miðað við
fyrri ár. Skjaldkirtillinn framan á
hálsinum tekur að vaxa mjög, þar
til hann nær fullri stærð, og hinn
leyndardómsfulli, „thymuskirtill".
en það er lokaður kirtill efst í
brjóstholinu uppi undir hálsi, byrj-
ar að dragast saman og mun al-
gerlega hverfa með tímanum.
Vöðvar harðna, og fitan safnast í
lög á annan hátt en fyrr, einkum
í hinni ungu konu. Á bernskuárun-
um eru beinendar þaktir mjúku
brjóski. Þar á vöxturinn sér stað.
En á kynþroskaaldrinum og
skömmu eftir hann byrjar kalsíum
að sjúgast inn í brjóskið. Beinendar
harðna, það dregur úr vexti, og
hann stöðvast að lokum.
Húðin breytist jafnvel, svitahol-
ur stækka, fitukirtlar auka starf-
semi sína, húðin verður grófgerð-
ari. Þegar svitaholur stækka og út-
ferð fitukenndra vökva eykst, kom-
ast gerlar í húðina, sem er enn
mjög viðkvæm. Og afleiðingin verð-
ur bólugrafin húð, sem er nokkurs
konar böl kynþroskaáranna.
Furðulegar breytingar:
Kynþroskinn hefst af völdum
kirtils, sem nefnist heiladingull og