Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 43
UMSKIPTI IIYNÞROSKASKEIÐSINS
51
er neðan undir heilanum. Kirtill
þessi er aðeins á stærð við baun.
Það er enn leyndardómur, hvað fær
hann til þess að hefja sitt mikla
starf um þessar mundir. En árang-
urinn er strax augljós, þegar hann
fer að framleiða örlítið magn af
„gonadotropric-hormóni", sem örv-
ar vöxt eggjakerfisins hjá stúlkum
og eistna hjá piltum. í bernsku
hafa kirtlar þessir verið aðgerða-
lausir. En svo byrja þeir að fram-
leiða sína eigin hormóna vegna örv-
unar frá heiladinglinum.
Magn það af „oestrogen-hor-
móni“, sem hin nývöknuðu eggja-
kerfi, byrja að framleiða, er óskap-
j lega lítið. Það nemur um 1/1000
úr einni strásykursögn á dag. En
þetta magn þessa ótrúlega kröftuga
efnis nægir samt til þess að breyta
stúlkubarni í konu.
Hormónið hefur geysileg áhrif á
vöxt. Það fer að togna heldur en
ekki betur úr litlu stúlkunni, um
þrjá þumlunga á ári eða meira.
Hún verður hærri en flestir drengj-
anna. Þessi staðreynd á sinn þátt í
andúðinni milli kynjanna á þessum
aldri. Það er báðum aðilum ægileg
kvöl, þegar piltur stýrir stúlku,
hálfu höfði hærri en hann sjálfur
er, fram og aftur um dansgólfið.
Mjaðmagrindarbeinin taka að
vaxa, sem gerir það svo að verk-
um, að mjaðmirnar breikka, og
þannig myndast nokkurs konar
vagga fyrir væntanleg börn. Vöxt-
ur brjóstvefja eykst, hægt í fyrstu,
en sífellt hraðar vegna áhrifa hor-
mónanna. Vefir £ legi og leggöng-
um þykkna og styrkjast til undir-
búnings fæðingu. Legið hefur einn-
ig verið að taka breytingum. Það
stækkar nú úr plómustærð bernsk-
unnar upp í perustærð í fullvaxinni
konu.
Það hefur ef til vill tekið aðeins
tvö ár að breyta kvenlíkamanum
algerlega til þess að undirbúa hann
undir væntanlegt móðurhlutverk.
Um þær mundir hefjast einnig þýð-
ingarmiklar breytingar í sjálfum
eggjakerfunum. Það eru kirtlar á
stærð við möndlu, hvítir og sléttir
á bernskuárunum, en verða gróf-
gerðari smám saman. Þeir hafa
að geyma lífstíðarforða óþroskaðra
eggfruma við fæðingu, samtals
420.000 að því er áætlað er! Fjöld-
inn er furðulegur, þar eð aðeins
400—500 eggfrumur í mesta lagi
munu losna á barneignarárum kon-
unnar. Þetta er líklega aðeins eitt
dæmi um það, hvílík ofurgnægð
birtist hvívetna í náttúrunni í
öryggisskyni til viðhalds hinna
ýmsu kynstofna.
Allt það, sem gerzt hefur hingað
til, hefur miðað að einu lokatak-
marki. Þroskun og losi eins eggs,
sem fært sé um að fæða af sér nýtt
líf. Á einhvern leyndardómsfullan
hátt velur annað eggjakerfanna