Úrval - 01.08.1962, Page 46
54
ÚR VAL
að áhyggjur valdi þreytu. Piltur á
kynþroskaaldri en nær alltaf á-
hyggjufullur og einnig þreyttur, en
ekki latur, Andleg orka hans tvístr-
ast og dreifist, notast ekki til fulls,
vegna áiagsins af hinum geysilegu
líkamlegu og andlegu breytingum,
sem eiga sér stað í líkama hans
og sál. Greindarvísitala kann að
falla um allt að fimmtán stig, en
hún fellur aftur í sinn eðlilega far-
veg, þegar breytingatímabili þessu
er lokið.
Heimur hinnar vaknandi konu.
Stúlkur eiga við jafnmikil vanda-
mál að glíma, þegar þær kveðja
bernskuna og byrja að fálma fyrir
sér á leiðinni inn í ókunnan, nýjan
heim. Oft eru þær vandræðalegar
yfir breytingum síns eigin líkama.
Þær reyna að dylja hin vaxandi
brjóst. Þær verða leyndardómsfull-
ar, draga sig inn £ einkennilega
veröld, sem þær sjálfar hafa skap-
að. Þær leita leiðbeininga og hand-
leiðslu hjá þeim, sem hafa minnsta
möguleika til þess að veita slíkt,
þ. e. hjá öðrum stúlkum á svipuðu
reki, sem hafa við sömu vandamál
að giíma.
Foreldrarnir, sem þær treystu
áður og dáðu, verða aðeins ógeð-
felldir húsbændur. Sérhver gagn-
rýni kann að valda reiðikasti, tár-
um eða ólundarlegri móðgun. Þær
eru algerlega gagnteknar af sjálf-
um sér líkt og piltarnir, og hinn
minnsti líkamsgalli verður oft að
miklum harmleik.
Þeim hættir að geðjast að þeim
piltum, sem þeim geðaðist að áður.
Drengir á sama aldri, sem eru
minni og óþroskaðri, vekja nú hjá
þeim andúð. Eldri piltar verða
miklu eftirsóknarverðari. En „konu-
barnið“ ákveður venjuiega, að það
sé öruggara að dást að þeim úr
hæfilegri fjarlægð. Hetjudýrkunin
er annað fyrirbæri. Fullorðið fólk
fyllist vandlætingu, þegar hópar
ýlfrandi stelpna ráðast að nýjasta
„mjaðmasveiflusöngvaranum“. En
í raun og veru eru þær að tjá sig
með algerlega eðlilegum hegðunar-
máta.
Þetta er að vísu reynslutími fyrir
verðandi fullvaxta mann eða konu,
en ekki síður fyrir foreldra, kenn-
ara og aðra. Hið eina, sem við get-
um gert, er að snúast við þessum
aðstæðum af þolinmæði og skiln-
ingi. Það er þó alltaf um að ræða þá
huggunarríku vissu, að þetta tíma-
bil muni senn á enda.
*
ÞAÐ er minni nauðsyn að endurbæta skiptingu fjármagnsins
en skiptingu tækifæranna. -— Arthur H. Vandenberg.