Úrval - 01.08.1962, Page 47
Kvönmannslausir
mönn
Frægur sálfrceðingur vekur máls á spurn-
ingunni: Hvers vegna karlmenn, sem
eru vafalaust prýðilegt efni í fjöl-
skyldufeður, vilja lieldur lifa
ókvæntir?
Eftir Allen
miðju árinu 1957
voru i Stóra-Bret-
landi tæplega tvær
milljónir (1.949.917)
karlmanna á aldrin-
inum tuttugu til þrjátíu og níu
ára, sem aldrei höfðu gengið í
hjónaband. Á sama tíma var tala
ógiftra kvenna i sömu aldurs-
flokknum rúm millj. (1.075.874).
Ef fólk sem komið er fast að
tvítugu, er talið með — en sjötti
hluti þeirra brezku kvenna, sem
gifta sig, er undir tvítugu — þá
blasir sú staðreynd við, að karl-
ar á giftingaraldri eru stórum
fjölmennari en konurnar eða
heil milljón fram yfir, og fjöldi
piparsveinanna á góðum gifting-
Andrews;
araldri fer fram úr tveim mill-
jónum.
Og i'itlit er fyrir, að þessi mis-
munur eigi eftir að aukast enn
meir. Manntalið 1961 sýnir, að i
Bretlandi eru konurnar í drjúg-
um meirihluta, þegar yfir firnrn-
tugsaldurinn kemur — eða tveim
milljónum fleiri. Jafnframt sýnir
manntalið, að meira fæðist af
sveinbörnum en meybörnum, eða
1062 piltar fyrir hverjar þúsund
stúlkur.
Þetta hlutfall er ekki nýtil-
komið, en til skamms tíma hefur
það ekki valdið misræmi, þar eð
karlmennirnir hafa enzt verr,
því þeir eru ekki eins vel byggðir
og konurnar líkamlega séð. En
— Úr Irish Digest.
55