Úrval - 01.08.1962, Síða 48
5G
ÚR VAL
á síðustu árum hafa framfarir
í lækningum valdið því, að
karlar hafa náð svipuðum með-
alaldri og konur. Þetta leiðir
aftur til þess, að með hverju
árinu sem líður, eykst tala þeirra
karlmanna, sem eru dæmdir til
að lifa einlífi, hvort sem þeim
er það ljúft eða leitt.
En svo við höldum okkur við
daginn 1 dag, þá skulum við hug-
leiða, hver sé afstaða þeirra
karla, sem nú lifa einlífi. Ein af
ástæðunum fyrir því, að margir
karlmenn veigra sér við að
kvongast, er sú, að þeir telja
sig ekki hafa efni á að lifa í
hjónabandi og sjá , fyrir fjöl-
skyldu. Þúsundir karlmanna
halda þessu fram, en þeir athuga
ekki sem skyldi, að það er að
ýmsu leyti dýrt að lifa fyrir pip-
arsveina og að fjölskyldumenn
njóta ýmissa hlunninda.
Kaupgjald getur nú ekki tal-
izt lágt í Bretlandi og ætti að
verka í þá átt að örva karlmenn-
ina til að kvænast ungir. Fyrir
tveim áratugum síðan var ástand-
ið miklu verra, því heimskrepp-
an gerði stórum hópi manna ó-
kleift að liugsa til að stofna
heimili.
Sumir karlmenn eru fráhverfir
hjúskap, veg'na áhrifa frá fyrstu
árum ævinnar, og aðrir setja
fyrir sig, að þeir þurfi að sjá
fyrir móður sinni og geti ekki
slitið sig frá henni. En áþreifan-
legustu ástæðuna hafa þeir, sem
stunda langskólanám. Yfirleitt
geta þeir ekki stofnað til hjú-
skapar af fjárhagsáslæðum
meðan á náminu stendur.
En víkjum að hinni hliðinni:
Það er tímanna tákn, að margir
karlmenn sækjast eftir kvonfangi
af miklum ákafa og gripa til hjú-
skaparmiðlara eða auglýsinga, ef
þeim mistekst að finna „liá réttu“
með öðru móti.
í Lundúnaborg einni eru fimm-
tiu stofnanir, sem annast milli-
göngu í hjúskaparmálum, og jiað
vekur undrun margra, hve marg-
ir ungir karlmenn leita til þeirra.
Skýrshir þessara stofnana sýna,
að af viðskiptamönnum innan við
þrítugsaldur eru karlar helmingi
fleiri en konur.
Við getum ekki umflúið þá
staðreymd, að hundruð þúsunda
af þeim ungu piltum, sem nú eru
að vaxa úr grasi í Bretlandi,
hljóta að dæmast til að lifa ein-
líf'. M '-gir þeirra eiga sjálfsagt
eftir að telja sig heppna, takist
þeim að krækja sér í maka ein-
hvern tíma á síðari hluta ævinn-
ar, en eins og áður er sagt, þá
er kvenfólkið sem stendur í
meirihluta, þegar kemur um og
fram yfir fimmta tuginn.