Úrval - 01.08.1962, Page 49
Hvernig fer hugurinn að því að nota augað? Hvað liafa
vísindin uppgötvað um hið undursamlega fyrirbœri
— sjónina?
Eftir Wolfgang Langewiesche.
DÁLlTILL ljósskammtur
fellur á augað og inn í
það, rafmagnssveifla fer
um heilann — og við
„sjáum“. Vísindin vita ekki til fulls
hvað ljós er og því síður, hvað hug-
urinn er, en margt er samt vitað
um það undursamlega fyrirbæri,
sjónina.
Taugasérfræðingarnir hafa sýnt
fram á, hvernig augað nemur mynd-
ina af hlutunum og að heilinn fram-
kallar þessa mynd í huganum með
rafsveiflum. Sálfræðingarnir hafa
bent á, að fyrri reynsla okkar„ það
sem við búumst við og tilfinningar
okkar, fyllir þá mynd, sem við sjá-
um hverju sinni, svo allt er bundið
persónulegum viðhorfum. Mönnum
er alltaf að skiljast þetta betur og
betur og einnig sú staðreynd, að
við getum lært og æft að nota
augun betur en við gerum. Við
getum séð meira.
Horfðu á eitthvað, sem er nálægt,
og reyndu að sjá einhvern vissan
blett mjög vel. Varpaðu svo sterku
ljósi á hann — og nú kemur fram
eitthvað, sem þú sást ekki áður.
Hver er ástæðan? Augað er ekki
ósvipað Ijósmyndavél: dimmt
hylki með sjóngleri (linsu) að fram-
an og ljósnæma himnu (fiimu) að
baki, nethimnuna. í miðri nethimn-
unni er afarfínt korn á litlum bletti,
og þar koma allir taugaendarnir
saman. Þegar við beitum augunum
hvasst og af mikilli athygli, reyn-
ir á þennan blett. En það er með
þennan blett eins og fínkorna filmu
í Ijósmyndavél: hann krefst mikils
ljóss.
Or Reader's Digest —
57