Úrval - 01.08.1962, Side 51
ÞÚ GETUR LÆRT AÐ SJÁ FLEIRA
stöðum, þegar veður er ekki gott.
Ef til vill eigum við einhvern tíma
eftir að notfæra okkur þetta til að
gera akstur á þjóðvegunum örugg-
ari. En þjóðvegir nútímans eru
breiðir, beinir og sléttir, og oft lítið
af trjám og húsum nálægt, en þetta
allt stuðlar að lélegri viðmiðun og
þar með lélegu hraðamati. Þú ek-
ur til dæmis eftir löngum, beinum
vegi talsvert á eftir öðrum bíl og
þessi bíll hægir á ferðinni eða
stöðvast. Augað grípur það ekki
undir eins, þvf ekkert er við að
miða framundan. En allt í einu
finnst þér bíllinn framundan þjóta
á móti þér. Þetta er ástæðan fyrir
hinum mikla fjölda „aftaní“-
ákeyrslna.
Hér kemur kynlegt atriði til
greina. Við sjáum betur það, sem
við höfum áður litið augum. Sá sem
flýgur með flugvél í fyrsta sinn, á
erfiðara með að dæma um, hvað
hann sér á jörðu niðri en sá, sem
er vanur að fljúga. Nýliðinn getur
til dæmis verið í vafa um, hvort
hann sér hest eða hund. Reynslan
er hér sem annars staðar mjög mik-
ilvæg. Einnig sjáum við líka helzt
það, sem okkur langar til að sjá
eða höfum áhuga á. Þegar stúlka
gengur eftir götunni, taka karl-
mennirnir gjarnan eftir líkamsvexti
hennar og andliti; kynsystur hennar
líta fyrst á hattinn, og ef um ráns-
menn væri að ræða, mundu þeir
reyna að gera sér grein fyrir, hvort
59
hún hefði nokkuð fémætt með-
ferðis.
í daglega lífinu ræður auga
reynslunnar fremur en hið kalda,
nákvæmnisauga. Tökum til dæmis
skip á siglingu. Farþegarnir meta
hraða skipsins gjarnan eftir öldun-
um, sem þjóta afíur með skipinu,
— en það er ekki rétt viðmiðun.
Skipstjórinn beinir sjónum sínum
að öldubroti eða froou í nokkurri
fjarlægð, og með því móti fer hann
nálægt þvi að geta sér rétt til um
hraðann. Hið sama gildir um akst-
ur og fleira. Augað æfist £ því að
miða við þá hiuti, sem gilda, og
öðru er sleppt.
Einhver merkasta hæfni augans
er sú, að geta greint dýpt eða
þriðju víddina. Þar sem augun eru
tvö skilast tvær örlítið mismunandi
myndir af sama hlutnum til heil-
ans, sem gerir úr þeim eina mynd,
fyllri en hvora hinna, — dýptin
hefur bætzt við. Þó hafa tvö augu
ekki eins mikla yfirburði yfir eitt
auga og í fljótu bragði mætti virð-
ast. (Þess má geta hér, að einn af
beztu flugmönnunum, sem uppi
hafa verið, Wiley Post, var ein-
eygður).
Augað getur nefnilega skynjað
dýptina á margan hátt. Til dæmis
gefur hreyfing til kynna dýpt eða
fjarlægðir. Þegar við hreyfum höf-
úðið, breytist afstaða hlutanna
kringum okkkur í augum okkar.
Það nálæga hreyfist meir, sýnist